Ferðalýsing
Fararstjóri í ferðinni er Caryna Bolívar, Caryna kemur frá Venesúela og hún hefur búið á Íslandi í 22 ár og talar reiprennandi Íslensku. Hún er Zumba og Yoga kennari, en er einnig einkaþjálfari með sérhæfða menntun í þjálfun fyrir eldra fólk. Hún hefur kennt Dans, Zumba, Yoga og líkamsræktar tímar í Reebok Fitness (Katla Fitness) síðan 2015. Hún kennir einnig líkamlegar æfingar á nokkrum hjúkrunarheimilum í kringum Reykjavík.
Caryna er með Meistaragráðu í tungumálakennslu og kennir spænsku í Tækniskólanum.
Alltaf brosandi og í góðu skapi hjálpar hún fólki að verða ánægt með sjálft sig með góðri þjálfun fyrir líkama og sál.
Ferðaáætlun:
DAGUR 1: Fimmtudagur 19. febrúar – Ferðadagur til Tenerife
Flogið með Icelandair til Tenerife kl. 10:00, áætluð lending á Tenerife kl. 15:25. Fararstjóri ferðast með hópnum frá Keflavík. Við komuna til Tenerife erum við keyrð á hótelið okkkar Hotel Best Jacaranca (4*) á Costa Adeje, aðeins 450 metrum frá Fañabé-ströndinni.
Sameiginlegur kvöldverður um kvöldið á hótelinu og eftir kvöldverðinn verður fararstjóri með kynningarfund og fer yfir dagskrá vikunnar í hótelgarðinum og fyrir þau sem vilja verður í boði stuttur spænsku tími þar sem við lærum ganglegan orðaforða og orðasambönd á spænsku fyrir ferðalög.
(Kvöldverður innifalinn, hlaðborð hótelsins)
DAGUR 2: Föstudagur, 20. febrúar – Yoga, Zumba og gönguferð
08:00 – 09:00 Við byrjum daginn á Yoga fyrir alla sem vilja
11:00 – 13:00 Gönguferð og svæðið skoðað, Caryna fararstjórinn okkar fer með hópinn í góða göngu.
17:00 – 18:00 Zumba
18:00 – 20:00 Kvöldverður
(Morgunverður innifalinn)
DAGUR 3: Laugardagur, 21. febrúar – Yoga, zumba og Fañabé ströndin
08:00 – 09:00 Yoga
Eftir morgunverð er ferð með fararstjóra á ströndina – Playa Fañabé fyrir þau sem vilja.
17:00 – 18:00 Zumba
(Morgunverður innifalinn)
DAGUR 4, Sunnudagur, 22. febrúar – Yoga, Zumba og Playa de Las Américas
08:00 – 09:00 Yoga
Fararstjóri fer með þau sem vilja á Playa de Las Américas svæðið.
Fjarlægð frá hóteli: 3,4 km (Stræto: 12 min / leigubíll: 7 mín / gangandi: 37 min)
17:00 – 18:00 Zumba
Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu
Þau sem vilja geta komið með í valfrjálsa aukaferð eftir kvöldverðinn í Stargazing stjörnuskoðun
(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
DAGUR 5: Mánudagur, 23. febrúar – Yoga, Zumba og Karíókí
08:00 – 09:00 Yoga
Eftir morgunverð fer fararstjórinn í bæinn Los Cristianos fyrir þau sem vilja. ‘Los Cristianos’ er Spænskur bær, menning, verslanir, strönd, kaffihús og veitingastaðir. (Fjarlægð frá hóteli: 5,2 km (Stræto: 18 min / leigubíll: 9 mín / gangandi: 1 kl)
17:00 – 18:00 Zumba
18:00 – 20:00 Kvöldverður
Valfrjálst: Partý kvöld- Karíókí og Dans í bænum
(Morgunverður innifalinn)
DAGUR 6, þriðjudagur, 24. febrúar – Frjáls dagur
Frjáls dagur, það er gaman að skoða eyjuna fögru. Upplýsingar um eyjuna veitir fararstjóri.
Fararstjóri mælir með:
- Teide National Park
- Puerto de La Cruz bær – Loro Parque
- Siam Park Water Park
- Masca Valley
(Morgunverður innifalinn)
DAGUR 7: Miðvikudagur, 25. febrúar – Yoga, Zumba og valfrjáls vínsmökkunarferð
08:00 – 09:00 Yoga
Eftir morgunverð er valfrjáls vínsmökkunarferð
17:00 – 18:00 Zumba
18:00 – 20:00 Sameiginlegur kvöldverður
(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
DAGUR 8, fimmtudagur, 26. febrúar 2026
Brottför frá hóteli og keyrum út á flugvöll, nánari tímasetning síðar hjá fararstjóra
Við fljúgum heim til Íslands með Icelandair kl. 16:25 frá Tenerife Reina Sofía og lendum aftur á Íslandi kl. 21:55 (FI581)
*Þátttaka í dagskrá er frjáls og ekki er skyldumæting.
*Athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara.
Ferðin kostar 299.900 kr á mann í tveggja manna herbergi
Einstaklingsherbergi kostar 82.200 kr. aukalega.
Staðfestingargreiðsla er 65.000 kr. Hægt er að bóka sig í ferðina og greiða staðfestingargreiðslu hér.
Lágmarksþátttaka í verðina er 10 manns og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella ferð niður náist ekki næg þátttaka
Gott er að pakka í ferðatöskuna eftirfarandi:
- Handklæði – Yoga handklæði ef þið eigið
- Yoga dýnu ef þið viljið, það sem hentar hverjum og einum
- Íþróttafatnaður – nokkrir íþróttatoppar, stuttbuxur og bolur
Kynningarfundur er haldinn með fararstjóra fyrir ferðina þar sem farið verður betur yfir dagskránna og það sem gott er að taka með sér.
Innifalið í ferðinni:
- Flug fram og til baka með Icelandair
- Flugvallagjöld og skattar
- Ferðataska (23 kg) og handfarangur
- Íslensk fararstjórn
- Zumba með Carynu
- Yoga með Carynu
- Gisting í 7 nætur á Hotel Best Jacaranda
- Morgunverður alla daga
- Kvöldverðarhlaðborð hótelsins (Drykkir ekki innifaldir)
- Rútuferð milli flugvallar og hótels
- Skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
- Kynningarfundur með fararstjóra fyrir ferðina
EKKI innifalið:
- Valfrjálsar aukaferðir eins og stjörnuskoðun og vínsmökkun
- Þjórfé