Persónuverndarstefna

Persónuverdarstefna Kleopatratours ehf. 

Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Kleopatratours ehf (hér eftir nefnt “fyrirtækið”) er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu þessari kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. 

Einnig er hér gerð grein fyrir því hvaða persónuupplýsingum við föfnum um þig þegar þú ferð inn á vefsíðu okkar (www.kleopatratours.is), auk þess hvernig við förum með persónuupplýsingarnar þínar.

Markmiðið með þessari yfirlýsingu um persónuvernd er að gefa þér skýra mynd af því hvernig við notum persónuupplýsingar sem þúveitir, áhgerslu okkar á vernd upplýsinganna og réttindum þínum, og valkostum að því er varðar að hafa stjórn á og vernd á persónuupplýsingum þínum. 

Allar persónuupplýsingar eru geymdar á öruggum netþjóni. Við kunnum að breyta þessari personuverndarstefnu, þ.m.t. að gera efnsilegar breytingar í tengslum vi ðvafrakökur (e. cookies) sem við notum. 

Ábyrgð

Kleopatratours ehf Kt: 6404191480, vinnur með eða mephöldnar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Fyrirtækið hefur aðsetur að Bræðraborgarstíg 5, 101 Reykjavík, og er ábyrgðaraðili þeirra persónuuplýsingar sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er að senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuuplýsinga á netfangið kleopatratours@kleopatratours.is. 

Í persónuvernarsefnu þessari er vísað til gildandi íslenskra laga um persónuvernd og almennrar persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins (“GDPR”) eða hvers kyns löggjafar, eða löggjafar sem kemur í stað ofangreindra laga og/eða reglugerðar. 

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera kleift að persónugreina hann. Ekki er átt við nafnlaus gögn, en það eru upplýsingar sem persónugerinandi gögn hafa verið fjarlægð úr.

Söfnun og meðhöndlun persónuuplýsinga

Kleopatratours ehf safnar upplýsingum um viðskiptavini, starfsmenn og birgja sem fyrirækinu er skylt að varveita í samræmi við lög og reglur, samninga og samþykki hinsskráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.

Kleopatratours ehf safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini sína til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að tryggja að þjónusta sé löguð að þeirra þörfum, og til að miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi. 

Kleopatratours ehf safnar einungis upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuuplýsingar er líklegt að Kleopatratours ehf geti ekki veitt viðkomandi aðila þjónustu eða selt aðgang að vörum sem í boði eru. 

Upplýsingar um börn

Við söfnum ekki vísvitandi persónuupplýsingum um börn undir 13 ára aldri, eða lágmarksaldir í viðkomandi lögsögu. Ef við verðum þess áskynja að við höfum óvart safnað persónuupplýsingum um börn undir 13 ára aldri munum við gera ráðstafanir til að eyða upplýsingunum eins fljótt og auðið er, nema okkur sé skylt að geyma þær samkvæmt gildandi lögum. 

Öruggi gagna og persónuuplýsinga

Kleopatratours ehf nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Fyrirtækið geymir aldrei persónuuplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga. 

Gögn viðskiptavina

Gagnavinnsla Kleopatratours ehf er staðsett hérlendis og hýst hjá gagnaveri í Írlandi, ásamt því að vera hýst annarstaðar erlendis í ákveðjum tilfellum. Þjónustuveitendur sem Kleopatratours notar til vinnslu, þar sem persónuupplýsingar þínar koma fyrir, kunna að vera staðsettir í löndum innan og utan Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EEA). Við tryggjum að þessir þjónustuveitendur vinna úr persónuupplýsingum í samræmi við löggjöf um persónuvernd (GDPR) og tryggja nægilegt gagnaverndarstig, jafnvel þótt persónuupplýsingar séu fluttar til lands utan EES sem er ekki með fullnægjandi gagnavernd samkvæmt ákvörðun framkvæmdarstjórnar ESB. Flutningur persónuupplýsingar til annarra viðtakenda er ekki gerð nema þar sem við erum skuldbundin til að gera það samkvæmt lögum. Til að fá nánari upplýsingar um viðeigandi varúðarráðstafanir varðandi alþjóðlega gagnaflutninginn eða afrit af þeim, vinsamlegast hafið samband við okkur í gegnum kleopatratours@kleopatratours.is 

Varðveislutímabil

Persónuupplýsingar sem gefnar eru upp á vefsíðu okkar verða aðeins vistaðar þar til tilgangnum sem þær voru meðhöldlaðar fyrir hefur verið fullnægt. Að því marki sem varðveislutími er samkvæmt viðskiptalögum og skattalögum gæti varðveislutími fyrir tilteklnar upplýsingar verið allt að 8 ár. Varðveislutímabil gæti einnig breyst vegna lögmætra hagsmuna okkar (t.d. til að tryggja öryggi ganga, að koma í veg fyrir misnotkun eða lögsækja vegna afbrota). 

Það sem við höfum ekki stjórn á

Vefsíður þriðja aðila: Á vef okkar kunna að vera tenglar í og frá vefsíðum samstarfaðila, auglýsenda og annarra þriðju aðila. Ef þú smellir á tengil í enhverja af þessum vefsíðum skaltu hafa í huga að um þær gilda aðrar persónuverndarreglur og að við tökum enga ábyrgð á viðkomandi reglum. Viinsamlegast kynntu þér þessar reglur áður en þú sendir persónuupplýsingar gegnum viðkomandi vefsíður. 

Við munum notavafrakökur (e.cookies) til að fylgjast með vafri þínu (e. browsing), t.d. hvaða síður voru skoðaðar. Hafir þú skráð þig hjá okkur mun tölvan þín geyma auðkennda vafraköku sem sparar þér tíma, til dæmis með því að muna netfangið þitt fyrir þig. Þú getur breytt stillingum í vafranum þínum til að koma í veg fyrir að vafrakökur séu geymdar í tölvunni þinni án skýrs samþykkis þíns. 

Lokaorð

Persónuverndarstefna Kleopatratours ehf er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisisn að vera eins skýr og berorð um hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. Kleopatratours ehf áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennd með útgáfudegi.