Kleopatra Tours er íslensk ferðaskrifstofa og við sérhæfum okkur í ferðum til framandi slóða. Við leggjum okkur fram við að veita persónulega þjónustu og einstaka upplifun.

Píramídarnir í Giza – Hið eina eftirstandandi af 7 undur veraldar
Kleopatratours er með skipulagðar ferðir til Afríku, Asíu, Suður Ameríku og Evrópu.
Við skipuleggjum einnig ferðir fyrir minni hópa eftir óskum, til dæmis fjölskyldur, vinahópa, fyrirtækjaferðir og fleiri.
Allir okkar farþegar hafa verið mjög ánægðir með ferðirnar og leggjum við okkur fram við að veita persónulega þjónustu. Ferðirnar okkar eru skipulagðar af kostgæfni þannig að hægt sé að njóta sem best alls þess sem við fáum að upplifa á þessum framandi slóðum.
Ferðaskrifstofan Kleopatratours var stofnuð árið 2019 af Omar Salama. Omar hefur búið á Íslandi í rúmlega 20 ár og margir Íslendingar tengja hann við skák á Íslandi. Hann hefur ferðast til fjölmargra landa í gegnum skákvinnu hans og hefur mikla þekkingu á menningu um allan heim. Omar er fæddur og uppalinn í Egyptalandi, hann fæddist í Alexandríu og bjó í Kaíró til 24 ára aldurs, þegar hann flutti til Íslands. Hann og teymi Kleopatratours hafa sérhannað allar ferðirnar okkar, til þess að upplifun gestanna okkar sé sem best, við fáum að sjá og upplifa margt, á sama tíma og það er tími á milli til að njóta. Öll hótelin okkar eru einnig sérvalin.
Við hlökkum til að ferðast með ykkur til framandi slóða. 🌞 Það er alltaf hægt að heyra í okkur í síma: 776-6400, og kleopatratours@kleopatratours.is með hvaða spurningar sem þið eruð með í huga.
