Ferðalýsing
Við byrjum ferðina í stærstu borg Tyrklands, Istanbul þar sem við gistum í hjarta gömlu miðborgarinnar, Sultanahmet og munum meðal annars heimsækja Hagia Sophia, Topkapi-höllinni og bláu moskuna. Því næst höldum við til Kusadasi við Eyjahafsströndina (Aegan sea) og þaðan munum við fara í dagsferð til fornu borgarinnar Ephesus, sem er ein af þeim best varðveittu í heimi. Þaðan förum við til Pamukkale, sem er þekkt fyrir kalksteins laugarnar. Við munum einnig njóta sólarinnar og strandar við miðjarðarhafið í fallegu Antalya og heimsækja Cappadocia sem er enn eitt náttúruundur Tyrklands þekkt fyrir óvenjulegt landslag með steinturnum og heimilum sem voru grafin í mjúkan móbergsteininn.
Sindri Guðjónsson fararstjóri í ferðinni. Sindri hefur leitt marga Íslendinga um ævintýralegar upplifanir Miðausturlanda með Kleopatratours. Hann er lögfræðingur að mennt og starfar sem yfirþýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Sindri hefur mikinn áhuga á Miðausturlenskri menningu og finnst fátt skemmtilegra en að deila með íslendingum sögu og menningu Miðausturlanda.
Með Sindra eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Hjörleifur Sveinbjörnsson heiðursgestir í ferðinni og munu deila með okkur ýmsum fróðleik um Tyrkland. Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur bjuggu og störfuðu í Istanbul í tæp fjögur ár, frá 2014 til 2017, auk þess sem þau ferðuðust talsvert um Tyrkland á þessum árum. Þau þekkja Istanbul mjög vel sem og tyrkneskt samfélag og tyrkneska sögu.
Við hjá Kleopatatours erum alltaf með minni hópa í ferðunum okkar og verður hópurinn um 25 manns.
Dagur 1: 17. september- Ferðadagur: Keflavík til Istanbul
Við fljúgum með Icelandair í beinu flug frá Keflavík til kl. 15:25 og lendum kl. 23:55 í Istanbúl.
Rúta bíður okkar og keyrir okkur á 5 stjörnu Sura Hagia Sophia Hotel þar sem við gistum fyrstu tvær næturnar.
Dagur 2: 18. september – Istanbúl
Eftir morgunverð heimsækjum við hina frægu Hagia Sophia og Topkapi höllina. Eftir heimsóknirnar borðum við saman hádegisverð og eftir hádegisverðinn heimsækjum við aðra sögufræga byggingu í Istanbúl, Bláu Moskuna.
(Morgunverður og hádegisverður innifalinn)
Dagur 3: 19. september – Istanbúl
Í dag er frjáls dagur í Istanbul og fararstjórarnir okkar verða til staðar með uppástungur, enda margt að sjá og skoða í Istanbul. Það er til dæmis hægt að skoða enn frekar hinn gamla miðbæ Sultanahmet í kringum hótelið okkar, og það er alltaf gaman að fara á markaðina Spice Bazaar og Grand Bazaar, prútta við heimamenn og gera góð kaup.
(Morgunverður innifalinn)
Dagur 4: 20. september – Kusadasi
Dagur 5: 21. september – Hin forna borg Ephesus
Eftir morgunverð heimsækjum við hina fornu borg Ephesus og borðum morgunverð þar og heimsækjum hús hinnar heilögu Maríu.
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 6: 22. september – Pamukkale
Eftir morgunverð keyrum við til Pamukkale. Við munum við sjá náttúrulaugar Pamukkale sem eru í senn fallegar og sögulegar. 35 °C vatnið sem á uppsprettu í Pamukkalle rennur um þrepin og er svo ríkt af steinefnum að í gegnum aldirnar hafa hlaðist upp kalksteinsþrep á stallana sem liggja niður brekkuna. Fyrir ofan þrepin er að finna laug sem sagan segir að hin egypska drottning Kleópatra hafi baðað sig í, og hafi verið gjöf frá Markúsi Antoníusi. Laugin sem nefnd er eftir Kleópötru er talin hafa heilandi eiginleika.
Við skráum okkur inn á 5 stjörnu Doga Hotel Pamukkale, þar sem við gistum eina nótt.
(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 7: 23. september – Pamukkale til Antalya
Við höldum svo áfram ferðinni til miðjarðarhafsins og Antalya (Um það bil 3 klukkustunda akstur) Við tékkum okkur inn á 5 stjörnu hótelið okkar þar sem við ætlum að njóta strandarinnar við Miðjarðarhafið.
(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 8: 24. september – Frítími í Antalya
Frjáls dagur í Antalya. Frítimi til að njóta strandarinnar í Antalya, þar sem allur matur og drykkir eru innifalin.
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 9: 25. september – Frítími í Antalya
Frjáls dagur í Antalya. Frítimi til að njóta strandarinnar í Antalaya, þar sem allur matur og drykkir eru innifalin.
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 10: 26. september – Cappadocia
Eftir morgunverð skráum við okkur út af hótelinu og fljúgum til Kappadókíu. Við komuna til Kappadókía skoðum við meðal annars Göreme svæðið í Cappadocia sem er þekkt fyrir hellana og sérstakt landslag.
Sérkennilegt landslag Kappadókíu hefur verið skapað á milljónum ára vegna eldvirkni og veðrun. Í gegnum árþúsundir hefur basalt og mýkri móbergssteinn myndað sérkennilega steinturna, „álfastrompa“. Íbúar svæðisins grófu eitt sinn mjúkan móbergsstein fyrir híbýli, hellakirkjur og klaustur.
Við tékkum okkur inn á KayaKapi Cave Suites, sem byggt er í hellum Cappadocia, og gistum þar næstu 2 næturnar.
(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 11: 27. september – Göreme undir berum himni safn í Cappadocia
Valfrjáls aukaferð snemma morguns: Þau sem vilja geta farið í loftbelg yfir Cappadocia við sólarupprás
Við heimsækjum meðal annars Göreme útisafnið sem er á heimsminjaskrá UNESCO til að skoða hellakirkjurnar og vel varðveittar veggmyndir þeirra. Við munum sjá virkið Uchisar ofan á brattri hæð og kanna eina af mörgum neðanjarðarborgum á svæðinu, þar sem þúsundir heimamanna, allt frá Hetítum til frumkristinna, földu sig fyrir óvinum sínum. Borðum hádegisverð í Avanos.
(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 12: 28. september
Eftir morgunverð fljúgum við til Istanbul. Við komuna til Istanbul skráum við okkur inn á Grand Hyatt Regency hotel (5*) þar sem við gistum næstu 3 næturnar.
(Morgunverður innifalinn)
Dagur 13: 29. september- Frjáls dagur í Istanbul
Í dag verða Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur með göngu um borgina, þar sem við göngum frá Grand Hyatt hótelinu, niður Istiklal og endum við gönguna í fallega Karaköy hverfinu. Á leiðinni munu þau gefa okkur innsýn í daglegt líf í Tyrklandi, benda okkur á áhugaverðar byggingar, spjalla um pólítíkina í Tyrklandi og fleira.
Seinnipartinn förum við í siglingu á Bosphorus sem aðskilur Tyrkland evrópu og asíu megin og tengir Svartahafið við Marmarahafið.
(Morgunverður innifalinn)
Dagur 14: 30. september – Frjáls dagur í Istanbul
Frjálsdagur í Istanbul og fararstjórarnir okkar eru til staðar með uppástungur. Það er tildæmis hægt að fara með kláf upp í Pierre Loti hæðina og njóta fallegs útsýnins frá einu af kaffihúsunum þar.
(Morgunverður innifalinn)
Dagur 15: 1. október- Istanbul – Keflavík
Fljúgum aftur heim til Íslands frá flugvellinum í Istanbul kl. 07:05 og lendum í Keflavík kl. 10:00
*athugið að dagskrá getur tekið breytingum
Ferðin kostar : 949.000 kr. á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.
Einstaklingsherbergi kostar 332.000 kr. aukalega.
Staðfestingargreiðsla er 120.000 kr
Hægt er að bóka sig í ferðina og greiða staðfestingargreiðslu hér: Skrá sig í ferðina
Innifalið í ferðinni:
- Flug fram og til baka með Icelandair
- Flugvallagjöld og skattar
- Ferðataska (23kg) og handfarangur
- Innanlandsflug frá Antalya til Cappadocia og frá Cappadocia til Istanbúl
- Íslensk fararstjórn
- Sérfróður enskumælandi leiðsögumaður
- Allar rútuferðir í loftkældum rútum og vatn í rútunni
- Morgunverður alla daga
- 5 hádegisverðir og 7 kvöldverðir
- Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
- Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfarastaða (ekki á Íslandi)
EKKI innifalið:
- Þjórfé
- Drykkir
- Aukaferðir