Menningar og sólarferð til Túnis 23. mars – 2. apríl 2026

499.900 kr.

Komdu með í einstaka ferð til Túnis, lands þar sem forn saga, litrík menning og stórbrotin náttúra mætast. Við heimsækjum allt frá sögulegum rústum Karþagó og hvít-bláum götum Sidi Bou Said, til helgrar borgar Kairouan, ævintýralegra landslags í Matmata og Douz, og fjallaósa Chebika og Tamerza, áður en ferðin endar við gullna strendur Sousse.

Ferðin sameinar menningu, sögu, náttúrufegurð og slökun – þar sem þú færð að upplifa bæði líflegt borgarlíf, friðsælt eyðimerkursólarlag og sanna gestrisni Túnisbúa.

Fararstjóri í ferðinni er Sindri Guðjónsson, reyndur fararstjóri og sérfræðingur í menningu Miðausturlanda.

Hvort sem þig dreymir um að rölta um sögulegar götur, smakka kryddaðan mat frá Túnis eða fara á úlföldum um sandöldur Sahara, þá er þessi ferð þín tækifæri til að kynnast Túnis á einstakan hátt.

Hægt er að bóka sig með í ferðina og greiða staðfestingargreiðslu hér

Ferðin kostar : 499.900 kr.á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.

Einsmanns herbergi kostar 149.000 kr. aukalega.

Nánari ferðalýsing:

Áfangastaður

Ferðalýsing

Farastjóri: Sindri Guðjónsson

Fararstjóri í ferðinni er Sindri Guðjónsson, vanur fararstjóri Kleopatratours og hefur leitt marga Íslendinga um ævintýralegar upplifanir Miðausturlanda. Sindri er lögfræðingur að mennt og starfar sem yfirþýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Sindri hefur verið með annan fótinn í arabískumælandi löndum frá 2013 og hefur mest verið í Jórdaníu, en einnig Túnis, Oman, Marokkó, Alsír, Palestínu og Líbanon og hefur meðal annars kennt arabísku í Háskóla Íslands. Sindri hefur mikinn áhuga á Miðausturlenskri menningu og arabíska tungumálinu.

Dagur 1: 23. mars – Ferðadagur til Túnis

Ferðumst til Túnis. Fljúgum með Icelandair kl. 07:45 og millilendum í París fljúgum frá París kl. 20:55 með Air France og lendum í Túnis kl. 23:20.

Við komuna til Túnis bíður okkar rúta sem keyrir okkur á hótelið okkar, Acropole Tunis Hotel (eða sambærilegt) þar sem við gistum fyrstu tvær næturnar. 

Dagur 2: 24. mars – Carthage – Sidi Bou Said

Eftir morgunverð skoðum við Karþagó (Carthage) og Sidi Bou Said. Ferðin okkar hefst á fornleifasvæðinu Karþagó, sem eitt sinn var höfuðborg heimsveldis sem sigldi til enda hins þekkta heims og skoðum minjarnar sem eru ríkar af sögu.

Við höldum áfram ferð okkar til hinnar heillandi Sidi Bou Saidi. Í dag er Sidi Bou Said oft borið saman við túníska Saint-Tropez. Við fáum frítíma til að rölta um þetta litla þorp með andalúsískri byggingarlist og dást að fallegum götum þess og hvítum húsum með bláum gluggatjöldum. Við borðum saman hádegisverð þar sem við njótum ljúffengs túnísks matar áður en við höldum deginum áfram með göngutúr um götur þessa sögufræga hverfis og fegurð miðalda austurlenskrar byggingarlistar.

Næturgisting í Túnis (Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 3: 25. mars – Túnis – Kairouan

Eftir morgunverð skráum við okkur út af hótelinu og höldum til Kairouan, einni af helgustu borgum íslams og sögulega merkustu borg Túnis. Borgin er á heimsminjaskrá UNESCO og er þekkt sem trúarlegur og menningarlegur miðpunktur landsins.

Við hefjum skoðunarferðina á því að heimsækja stóru moskuna í Kairouan (Grande Mosquée), eina af elstu og mikilvægustu moskum í Norður-Afríku. Hún var stofnuð á 7. öld og er áhrifamikið dæmi um upphaf og þróun íslamskrar byggingarlistar.

Við göngum síðan um gamla bæinn (Medínu Kairouan), sem er umlukin gömlum borgarmúrum og geymir sögulegar moskur, litríka markaði og hvíthlaðnar húsaræður sem endurspegla hefðbundinn stíl svæðisins. Hér gefst einnig tækifæri til að sjá handofin teppi og listiðnað heimamanna, sem Kairouan er fræg fyrir.

Við tékkum okkur inn á Kasbah Kairouan Hotel. 

Næturgisting í Kairouan (Morgunverður innifalinn)

Dagur 4: 26. mars –  Matmata og Douz

Eftir morgunverð höldum við til Douz, sem oft er kölluð hliðið að Sahara. Borgin liggur á jaðri eyðimerkurinnar og hefur í aldaraðir verið mikilvægur áningarstaður fyrir Berbera og karavanur sem ferðast um sandöldur Sahara.

Á leiðinni heimsækjum við Matmata, þar sem margir Berberar búa enn í einstökum hellishúsum höggnum inn í jörðina – byggingar sem hafa haldið hitanum úti á daginn og hlýjunni inni á kvöldin um aldir. Þessi svæði eru jafnframt þekkt úr kvikmyndum eins og Star Wars, sem gefur heimsókninni sérstakan sjarma.

Við borðum hádegisverð að hætti heimamanna og höldum svo áfram til Douz. Við innritum okkur á hótelið okkar El Mouradi Douz (eða sambærilegt). Frjáls tími restina af deginum, meðal annars er hægt að skoða souk markaðinn og handverk heimamanna.

Í Douz er hægt að finna sanna eyðimerkurstemningu – breiðar sandöldur, þögn eyðimerkurinnar og ríkulegan menningararf. Hér gefst tími til að rölta um soukið (markaðinn), skoða handverk heimamanna eða einfaldlega njóta kyrrðarinnar.
Seinnipart dags er í boði valfrjáls sólarlagsferð út á sandöldurnar, þar sem hægt er að ferðast á úlföldum eða ekið um, og við sjáum sólina hverfa bak við endalausan sandöldur Sahara – upplifun sem gleymist seint.

Kvöldið er frjálst til að njóta stjörnubjarts himins yfir eyðimörkinni, áður en haldið er áfram til næsta áfangastaðar.

 

Næturgisting í Douz (Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 5: 27. mars – Tozeur

Eftir morgunverð tékkum við út af hótelinu og keyrum til Tozeur. 

Tékkum okkur inn á hótelið okkar El Mouradi Tozeur .

Seinni partinn er valfrjáls heimsóikn í safnið Dar Chérait um lífið í Túnis.

Næturgisting Tozeur (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 6: 28. mars – Tozeur – Chebika – Tamaghza Ong jmal – Tozeur

Eftir morgunverð förum við í fjórhjóla safaríferð til fjallaósanna: Chebika, Tamerza og Ong Jmal, þrjár af frægustu fjallaósunum í Túnis. Helsta aðdráttarafl hennar er fallegur gosbrunnur, staðsett fyrir neðan gamla Berberþorpið, með litlum pálmatrjám og fossi. Hann veitir vatni í nokkra neðanjarðarlæki og net neðanjarðarskurða sem gerir það mögulegt að rækta ávaxtatré á alveg þurru svæði.

Við höldum því næst að útsýnisstaðnum Ong Jmal, stórkostlegum stað. Ímyndið ykkur að ferðast í gegnum svimandi sandöldur, eins langt og augað eygir, fléttaðar inn í klettamyndun (sem minnir á háls og höfuð úlfalda, þaðan kemur nafnið Ong Jmal), allt yfir víðáttumiklu sléttlendi. Ong Jmel svæðið er einnig þekkt sem kvikmyndastaður. Margir kvikmyndagerðarmenn hafa  gangið meðfram þessum sandöldum og látið ímyndunaraflið ráða för við tökur, eins og í senum úr Enska sjúklingnum og Star Wars.

Næturgisting í Tozeur (Morgunverður innifalinn)

Dagur 7: 29. mars – Tozeur – Sousse

Eftir morgunverð skráum við okkur út af hótelinu og keyrum til Sousse.

Við innritum okkur á Iberostar Selection Diar El Andalous og frjáls tími restina af deginum þar sem hægt er að njóta alls sem hótelið hefur upp á að bjóða. 

Næturgisting í Sousse (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 8: 30. mars – Sousse og Monastir

Í dag leggjum við af stað í skoðunarferð til Monastir, heillandi strandbæjar sem sameinar sögulegt mikilvægi og nútímalegan svip. Við byrjum á að heimsækja  Ribat Monastir, eina af elstu og best varðveittu vígjum í Norður-Afríku, sem hefur staðið vörð við ströndina frá 8. öld. Þar má upplifa anda fortíðar og dást að stórkostlegu útsýni yfir hafið.

Því næst heimsækjum við hinn glæsilega grafreit Habib Bourguiba, fyrsta forseta Túnis og einnar ástsælustu þjóðartákns landsins. Marmaraskreytingar og gullnu hvelfingarnar endurspegla virðingu þjóðarinnar fyrir manni sem lagði grunn að sjálfstæði Túnis.

Eftir heimsóknina snúum við aftur til Sousse, þar sem við röltum um Medínu borgarinnar – þröngar götur, handverksmarkaðir og líflegt andrúmsloft sem leiðir gesti aftur til miðalda. Hægt er að skoða souk-markaðinn þar sem hægt er að kaupa fallega minjagripi og smakka staðbundna sérrétti á hefðbundnum veitingastað í hjarta Medínu.

Næturgisting í Sousse (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 9: 31. mars – Sousse 

Frjáls dagur í Sousse.

Í dag gefst tími til að njóta lífsins í Sousse, einni fallegustu strandborg Túnis. Þeir sem vilja slaka á geta eytt deginum við sundlaugarnar og ströndina á hótelinu og notið sólarinnar.

Einnig er hægt að kíkja í Mall of Sousse sem upp á fjölbreytt úrval búða, kaffihúsa og veitingastað eðakíkja á Port El Kantaoui, glæsilegt smábátahöfnarsvæði rétt norðan við borgina, þar sem finna má afslappað andrúmsloft, fallega gönguleiðir og veitingastaði með sjávarrétti og útsýni yfir höfnina.

Næturgisting í Sousse (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 10: 1. apríl – Frjáls dagur

Frjáls dagur í Sousse

Næturgisting í Sousse (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 11: 2. apríl – Ferðumst heim til Íslands

Eftir morgunverð tékkum við okkur út og rútan keyrir okkur á flugvöllinn. Við fljúgum frá Túnis kl. 11:50 með Airfrance millilendum á leiðinni í París og fljúgum svo heim til Íslands með Icelandair. Við lendum aftur heima á Íslandi kl. 19:00. 

(Morgunverður innifalinn)

* Athugið að dagskrá getur tekið breytingum

Innifalið í verði: 

  • Flug frá Íslandi til Túnis fram og til baka með Icelandair og Airfrance
  • Innritaður farangur (23kg) og handfarangur
  • Allar rúturferðir í loftkældum rútum
  • Íslensk fararstjórn
  • Enskumælandi leiðsögumaður alla daga fyrir hópferðir
  • 10 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum
  • Morgunverður alla daga
  • Allur aðgangseyrir að öllum stöðum sem við heimsækjum
  • Ferðir til og frá hótelum og flugvelli (ekki á Íslandi)

Ekki innifalið:

  • Þjórfé
  • Valfrjálsar aukaferðir

Ferðin kostar : 499.900 kr.á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.

Einsmanns herbergi kostar 149.000 kr. aukalega.

Hægt er að bóka sig í ferðina og greiða staðfestingargreiðslu með því að fylgja linknum hér. 

Mikilvægt:

  • Mælt er með að fólk láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Bóka má tíma og fá nánari upplýsingar hjá heilsugæslunni
  • Vegabréf þurfa að gilda í 6 mánuði frá komudegi til Túnis
  • Lágmarksþáttaka þarf að nást til að ferð sé farin