Örfá sæti laus: Perlur Arabíu – Menningar og sólarferð til Oman og Dubai 20. febrúar – 4. mars 2025

789.000 kr.

Nýr áfangastaður þar sem heimsótt eru tvö lönd, í þessari ferð fáum við að kynnast bæði lúxus borginni Dubai sem hefur þróast í sannkallaða heimsborg og hinni földu perlu persaflóans, Oman sem hefur haldið í sínar arabísku rætur í allri uppbyggingu og þróun. Við fljúgum til Dubai með Icelandair og Emirates og höldum á vit ævintýranna í Persaflóa.

Hægt er að bóka sig í ferðina með því að greiða staðfestingargjald hér.

Hægt er að skoða ferðalýsinguna hér:

Áfangastaður

Ferðalýsing

Menningar og sólarferð til Oman og Dubai

Í þessari ferð fáum við bæði að kynnast hinni stórfenglegu Dubai í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, og einstakri fegurð og sögu hinnar földu perlu Oman sem er eitt af tveimur löndum í heiminum þar sem ennþá er Súltan. Í Oman kynnumst við bæði Muscat, höfuðborginni með fallegum moskum og skemmtilegum mörkuðum, og svo höldum við inn í Wahiba Sands eyðimörkina. Þar næst höldum við til, Jabal Akhdar, Græna fjallið þar sem er fjöldinn allur af sjarmerandi þorpum og kveðjum svo Oman með því að dvelja í hinni fornu höfuðborgar Niswa sem áður var höfuðborg Oman og státar af fallegum byggingum, moskum og mörkuðum.

Sindri Guðjónsson er fararstjóri í ferðinni. Sindri hefur leitt marga Íslendinga um ævintýralegar upplifanir Miðausturlanda með Kleopatratours. Hann er lögfræðingur að mennt og starfar sem yfirþýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Hann hefur ferðast og dvalið í mörgum arabískumælandi löndum bæði í leik og starfi og hefur starfað við túlkun og þýðingar milli íslensku og arabísku.  Sindri hefur mikinn áhuga á Miðausturlenskri menningu og finnst fátt skemmtilegra en að deila með íslendingum sögu og menningu Miðausturlanda. 

Ferðaáætlun:

Dagur 1:  20. febrúar– Ferðadagur til Dubai

Við fljúgum frá Íslandi kl. 07:40 með Icelandair og millilendum á London Gatwick. Við fljúgum svo áfram með Emirates og lendum í Dubai kl. 00:40 að staðartíma (20:40 íslenskum tíma). Rúta bíður okkar á flugvellinum og keyrir okkur á hótelið okkar. Við komuna til Dubai innritum við okkur á Canopy by Hilton Dubai Al Seef (4*) þar sem við gistum fyrstu 2 næturnar. 

(Morgunverður  innifalinn)

Dagur 2: 21. febrúar –  Kynnumst Dubai

Í dag kynnumst við Dubai. Þó svo að stór hluti Dubai hafi tekið miklum breytingum með samtíma byggingarlist sem breytt hefur borginni í nútímaleg lúxus borg þá er sumstaðar hægt að finna ummerki um sögu bæjarsins sem var til staðar fyrir 40 árum. Við munum fara í menningarlegt ferðalag í gegnum tímann og förum gegnum mjó stræti og hlykkjótta stíga líflegra „souk“ (markaðir) og fallega bátsferð á hefðbundnum Abra bát. Á meðal annars munum við heimsækja arfleifð Bastakiya hverfisins og 225 ára borgarvirkisins Fort Al Fahidi, krydd og gull markaðina, og sjáum Jumeirah moskuna sem er eitt af kennileitum borgarinnar.

(Morgunverður  innifalinn)

Dagur 3: 22. febrúar – Frá Dubai til Oman

Eftir morgunverð höldum við út á flugvöll og fljúgum til Muscat, höfuðborgar Oman. Rúta sækir okkur við komuna á flugvöllinn og keyrir okkur á 5 stjörnu Kempinski Hotel Muscat þar sem við gistum næstu 3 næturnar. Við tékkum okkar inn á hótelið og frjáls tími restina af deginum.

(Morgunverður  innifalinn)

Dagur 4: 23. febrúar – Muscat bæjarferð

Eftir morgunverð heimsækjum við the Sultan Qaboos Grand moskuna, sem er sú stærsta í Oman, sem tekur 20.000 manns á sama tíma fyrir bænastund. Mismunandi byggingarstílar einkenna moskuna. Við munu svo einnig heimsækja konunglega óperuhúsið, sem er aðal áfangastaður Oman fyrir tónlist, listir og menningu. Við munum svo skoða sögulega Muttrah svæðið, þar sem hægt er að heimsækja Muttrah Souq, markað sem hefur verið mikilvægur í gegnum söguna og verið þar í yfir 200 ár.

Seinni partinn förum við í Muscat borgarferð þar sem við heimsækjum Bait Al Zubair, safn sem geymir áhugaverðar Omani artefacts. Við stoppum einnig þar sem við fáum útsýni á Al Alam höllina, sem er ein af konunglegu heimkynnum Sultan Qaboo.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 5: 24. febrúar 

Frjáls dagur í Muscat, hægt er að njóta alls þess sem hótelið hefur upp á að bjóða, fara á ströndina eða njóta í Muscat.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 6: 25. febrúar 

Eftir morgunverð skráum við okkur út af hótelinu og höldum ferðalaginu áfram. Við keyrum meðfram strandlengjunni og stoppum við Bimmah Sinkhole, náttúrulega túrkísblágræn laugin er blanda af ferskvatni og sjávarvatni.

Næst höldum við til Wadi Bani Khalid, fallegur dalur í Al Sharqiya héraðinu í austur Oman. Þessi dalur er þekktur fyrir hella og stórar laugar þar sem vatn rennur allt árið. Wadi Bani Khali liggur í gegnum mikilfengleg fjöll og einnig eru mörg heillandi þorp í dalnum.

Við höldum næst til Wahiba sands, sem er stórt svæði af hvítum og rauðum sand öldum sem ná upp i 200 metra hæð. Breytileg munstur sandaldanna er uppáhald margra ljósmyndara.

Við innritum okkur á Arabian Nights Resort þar sem við gistum nóttina og förum svo í ferð þar sem við keyrum um sandöldurnar og njótum sólsetursins.

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 7: 26. febrúar

Við njótum þess að borða morgunverð  í eyðimörkinni og höldum svo í áttina að Nizwa. Á leiðinni stoppum við á Ibra miðvikudagsmarkaðnum, í A’Sharqiyah sem er markaður heimamanna og þekktastur fyrir kaup og sölu á kameldýrum. Þetta er markaður þar sem mikið er um að vera og hægt að finnast nánast allt sem hugurinn girnist. Því næst heimsækjum við forna þorpið Birkat el Mauz þar sem hægt er að ganga um þessa vin og  döðluplantekrurnar.

Við tékkum okkur inn á Dusit Naseem resort (4*) í Jabal Akhdar þar sem við gistum næstu 2 næturnar.

Jabal Akhdar er einnig þekkt sem Græna fjallið og er hrífandi staður í Oman, staðsett í Al Hajar fjöllunum, þetta hérað er þekkt fyrir töfrandi landslag, „terraced farms“ og svalt, temprað loftslag.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 8: 27. febrúar

Eftir morgunverð fáum við að upplifa og rölta í gegnum fleiri þorp í Jabal al Akhdar,  þorpin Saiq, Wadi Bani Habib (þorp gömlu húsanna og  Al Ain. Þorpin eru staðsett með útsýni á tinda, gljúfur og dali. Jabal Al Akhdar er þekkt fyrir rósirnar (í fullum blóma í mars,apríl) og er rósavatn eimað á heimilum þorpsbúa. Al Jabal Al Akhdar er einnig þekkt fyrir aldingarða í brekkum fjallanna, sem er ríkt af náttúrúlegum lindum og Falaj.

Frjáls tími restin af deginum.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 9: 28. febrúar

Við borðum morgunverð snemma og höldum til Nizwa. Við byrjum á að skoða Nizwa Fort, fornt borgarvirki þar sem hluti virkisisins er frá 9 öld, og sýnir það sérstaktan Omani fornan byggingarstíl. Nizwa borgarvirkið státar bæði af hæsta turninum í Oman og er eina borgarvirkið í héraðinu sem er með sívalan aðalturn.

Næst upplifum við Nizwa Souk, einn af elstu mörkuðum Oman iðandi af starfsemi. Innan veggja markaðarins fáum við innsýn inn í líf heimamanna, upplifa Omani lífið og þau sem vilja geta keypt skemmtilega minjagripi.

Þar næst höldum við áfram til Al Hambra þorpsins, þar sem við fáum tækifæri til að heimsækja Bait Al Safah safnið. Þar næst heimsækjum við Misfat Al Abrayeen þorpið, þar sem við fáum tíma til að rölta um og upplifa sjarma þorpsins.

Við höldum því næst aftur til Nizwa og innritum okkur á Golden Tulip Nizwa (4*) þar sem við gistum seinustu nóttina okkar í Oman. Frjáls dagur restina af deginum.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 10: 1. mars

Í dag ferðumst við aftur til Dubai með rútu. Rútuferðin tekur í kringum 6 klukkustundir. Við komuna til Dubai innritum við okkur á Voco Dubai (5*) þar sem við gistum næstu 3 næturnar og frjáls tími restina af deginum.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 11: 2. mars – Dubai

Frjáls dagur í Dubai

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 12: 3. mars – Dubai

Frjáls dagur í Dubai. Valfrjáls aukaferð til nágranna höfuðborgarinnar Abu Dhabi.

(Morgunverður innifalinn )

Dagur 13 – 4. mars – Fljúgum aftur heim til Íslands

Eftir morgunverð tékkum við út af hótelinu og höldum út á flugvöll. Við fljúgum með Emirates kl. 12:10 frá Dubai og lendum í London Heathrow kl. 16:10, fljúgum svo frá London með Icelandair og lendum á Íslandi kl. 23:35. Töskurnar eru tékkaðar inn í Dubai og við fáum þær í Keflavík.

(Morgunverður innifalinn)

* Athugið að dagskrá getur tekið breytingum

Innifalið í ferðinni:

  • Flug fram og til baka með Icelandair og Emirates
  • Flugvallagjöld og skattar
  • Ferðataska (23 kg) og handfarangur
  • Íslensk fararstjórn
  • Flug frá Dubai til Muscat
  • Morgunverður alla daga
  • Allar rútuferðir í loftkældum rútum og vatnsflöskur innifaldar í rútunum
  • Hádegisverðir og kvöldverðir samkvæmt ferðalýsingu
  • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
  • Sérfróður innfæddur enskumælandi leiðsögumaður
  • Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfara staða (ekki á Íslandi)

EKKI innifalið:

  • þjórfé
  • Aukaferðir

Ferðin kostar : 789.000 kr.á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.

Einstaklingsherbergi kostar 225.000 kr. aukalega.

Staðfestingargjald er 120.000 kr. Hægt er að greiða staðfestingargjaldið hér.

Mikilvægt:

  • Mælt er með að fólk láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá heilsugæslunni og gegnum heilsuveru.
  • Vegabréf þurfa að gilda í 6 mánuði frá komudegi til Dubai
  • Lágmarksfjöldi þarf að nást til þess að ferðin sé farin