Magadans og sólarferð með Írisi Stefaníu til Egyptalands 1.-9. nóvember 2025

389.000 kr.

Dásamleg Magadans og sólarferð til Egyptalands með Írisi Stefaníu, þar sem við dönsum við Rauðahafið, heimsækjum píramídana og Sfinxinn í Giza, Þjóðminjasafn Egyptalands í Kaíro og margt fleira skemmtilegt.

Ef þú hefur ekki dansað magadans, hafðu engar áhyggjur, allir eru velkomnir í þessa skemmtilegu ferð til Rauðahafsins og Kaíró. Fyrir öll getustig og öll kyn.

Hægt er að bóka sig í ferðina og greiða staðfestingargreiðslu hér.

Hægt er að skoða ferðalýsinguna nánar hér fyrir neðan:

Áfangastaður

Ferðalýsing

Einstök 8 daga sólar og magadansferð til Egyptalands. Í ferðinni fáum við bæði að njóta dásamlegra daga í Hurgada þar sem við dönsum magadans í góða veðrinu, njótum þess að slaka á við einkaströndina og við sundlaugabakkana á glæsilega 5 stjörnu Jaz Aquamarine resortinu og ótalmargt fleira skemmtilegt á dagskrá. Við heimsækum líka Kaíró þar sem við fáum að upplifa píramídana, Sphinxinn og hið stóra egyptalandssafn GEM. Dvölin á Jaz Aquamarine í 6 nætur er með öllu fæði og drykkjum inniföldum. 

Fararstjóri í ferðinni er Íris Stefanía. Hún hefur dansað magadans í yfir tuttugu ár og er fastur kennari í Kramhúsinu. Hún er menntuð í bókmenntafræði, hagnýtri menningarmiðlun og er með master í sviðslistum. Hún hefur brennandi áhuga á menningarsögu miðausturlanda með áherslu á goða og gyðjusögur Mesapótamíu og Egyptalands til forna. Íris mun meðal annars kenna dans sem hún samdi sem er óður til gyðjunnar Ísisar.

Ferðaáætlun: 

Dagur 1:  1. nóvember– Ferðadagur til Egyptalands

Við fljúgum frá Íslandi kl. 14:20 með Edelweissair og millilendum í Zurich í 3 klukkustundir og fljúgum svo áfram til Hurgada, þar sem við lendum kl. 03:50 á staðartíma (01:50 á íslenskum tíma). Rúta bíður okkar á flugvellinum og keyrir okkur á hótelið sem er í um 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Við tékkum við okkur inn á 5 stjörnu Jaz Aquamarine Resort, þar sem við dveljum fyrstu 6 næturnar. Á hótelinu er allt innifalið, bæði matur og allir drykkir. Mismunandi veitingastaðir eru á hótelinu og einnig er strandarbar þar sem hægt er að panta létta rétti og drykki allan daginn. 

Það eru 20 sundlaugar á svæðinu, 3 vatnsrennibrautagarðar og beinn aðgangur að einkaströnd við Rauðahafið. 

það er ýmislegt hægt að gera í frítímanum, meðal annars eru allskonar auka ferðir sem hægt er að bæta við fyrir þá sem vilja, þegar komið er á staðinn. Vinsælt hefur tildæmis verið að fara á fjórhjól í Sahara eyðimörkinni, kafbátaferð í Rauðahafinu, snorkling og fleira.

Dagur 2: 2. nóvember – Magadans og kvöldverður

14:40: Magadans – upphitun (fyrir byrjendur og aðra sem vilja æfa aðeins fyrir magadanstímann sem byrjar strax á eftir)

15:00: Magadans

18:30 Hittumst í fordrykk og sameiginlegan kvöldverð

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir (All Inclusive))

Dagur 3: 3. nóvember –  Magadans og kvöldverður

14:00: Magadans

18:30 Kvöldverður

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir (All Inclusive))

Dagur 4: 4. nóvember – Frjáls dagur – Aukaferð til Luxor

Í dag er frjáls dagur og hægt er að njóta alls sem resortið hefur upp á að bjóða.

Þau sem vilja geta valið aukaferð til Luxor, sem oft hefur verið kallað stærsta open air safn í heimi.

Aukaferð til Luxor – skráning í ferðina fer fram á kynningarfundi (pláss fyrir alla sem vilja koma með)

Við keyrum af stað snemma til Luxor, rútuferðin tekur í kringum 3 klukkustundir.

Við byrjum á vesturbakka Luxor þar sem við heimsækjum hinn fræga dal konunganna í Luxor og 3 grafhýsi konunga, hægt er að bæta við heimsókn í grafhýsi Tutankhamun. 

Eftir hádegi heimsækjum við Austurbakka Luxor, þar sem bæði er að finna El Karnak musterið, stærsta musteri heimsins, og hið glæsilega Luxor musteri.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir á hótelinu (All Inclusive))

Dagur 5: 5. nóvember – Magadans og valfrjáls aukaferð: jeppasafarí í eyðimörkinni

10:00: Magadans

Seinnipartinn er hægt að fara í aukaferð: jeppasafarí í eyðimörkinni.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir á hótelinu (All Inclusive))

Dagur 6: 6. nóvember– Magadans og njótum alls sem hótelið hefur upp á að bjóða

11:30 – Magadans

15:00 – Myndataka – Skemmtileg myndataka á ströndinni við Rauðahafið fyrir þau sem vilja

18:30 Fordrykkur

19:00 Skemmtilegur kvöldverður saman seinasta kvöldið okkar við Rauðahafið

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir á hótelinu (All Inclusive))

Dagur 7: 7. nóvember – Ferðadagur til Kaíró

Við tékkum út af Jaz Aquamarine og keyrum með rútu til Kaíró. Ferðin tekur um 6 klukkustundir þar sem við keyrum meðfram Rauðahafinu og Súesflóanum, gegnum eyðmörkina og inn í stórborgina Kaíró, þar sem búa yfir 22 milljón manns. Það er skemmtilegt að fylgjast með umhverfinu og mannlífinu á leiðinni til höfuðborgarinnar. Við tékkum okkur inn á hótelið okkar Safir Hotel Cairo 5* sem er staðsett í miðborg Kaíró, 10 mínútum frá Níl ánni. 

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 8: 8. nóvember píramídadagur

Eftir morgunmat er komið að ómissandi hluta Egyptalandsferðarinnar okkar sem mörgum hefur dreymt um,  að heimsækja píramídana og Sfinxinn í Giza og hið fræga nýja þjóðminjasafn Egyptalands, GEM.

Við borðum hádegisverð á milli heimsókna á vinsælum Egypskum veitingastað. 

Eftir ferðina höldum við aftur á hótelið og hvílum okkur þangað til við skráum okkur út af hótelinu um kl 21:30 og höldum af stað út á flugvöll fyrir heimflug.

(Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 9: 9. nóvember: Flogið heim – Komum heim til Íslands endurnærð eftir stórkostlega daga

Við fljúgum frá Kaíró kl. 01:45 með Lufthansa,  millillendum í Frankfurt og lendum heima á Íslandi kl. 13:55.

* Athugið að dagskrá getur tekið breytingum

Innifalið í ferðinni:

  • Flug fram og til baka með Edelweissair og Lufthansa
  • Flugvallagjöld og skattar
  • Ferðataska (23 kg) og handfarangur
  • Íslensk fararstjórn
  • Magadans með Írisi Stefaníu
  • Gisting á 5 stjörnu hótelum, samkvæmt ferðalýsingu
  • Fullt fæði í Hurghada og allir drykkir líka innifaldir (6 nætur)
  • Morgunverður alla daga
  • Rútuferð frá Hurgada til Kaíró
  • Allar rútuferðir í loftkældum rútum og alltaf vatnsflöskur innifaldar í rútunum
  • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
  • Sérfróður innfæddur enskumælandi leiðsögumaður í Kaíró
  • Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfara staða (ekki á Íslandi)
  • Áritun til Egyptalands, á flugvellinum í Hurgada fyrir íslenska ríkisborgara
  • Kynningarfundur með fararstjóra fyrir ferðina

EKKI innifalið:

  • Aukaferð til Luxor
  • Valkvætt að bæta við: Aðgangur inn í pýramídana og/eða aðgangur að Tutankhamun Tomb í Konungadalnum. Má kaupa það á staðnum.  
  • Aðrar auka ferðir, eins og fjórhjólasafarí og „scubadiving“
  • Þjórfé

Ferðin kostar : 389.000 kr.á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.

Einstaklingsherbergi kostar 68.500 kr. aukalega.

Staðfestingargreiðsla er 90.000 kr. Hægt er að bóka sig í ferðina og greiða staðfestingargreiðslu hér.

Mikilvægt:

  • Mælt er með að gestir láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá heilsugæslunni og gegnum heilsuveru.
  • Vegabréf þurfa að gilda í 6 mánuði frá brottfaradegi frá Egyptalandi.