Forskráning: Safaríferð til Kenía: 29. september – 10. október 2025

Safaríferðin okkar haust 2025 er í undirbúning. Fyrir forskráningu án skuldbindingar er hægt að senda okkur email á kleopatratours@kleopatratours.is eða hringa í 776-6400.

Það er stórkostleg upplifun að fara í Safarí og í þessari ferð heimsækjum við Masai Mara, Crescent eyjuna, auk Amboseliþjóðgarðinn. Þar er fjöldinn allur af villtum dýrum, og búumst meðal annars við að sjá: ljón, gíraffa, fíla, blettatígur, hlébarða og flamingó fugla.
Fróðir leiðsögumenn fræða okkur um dýralífið þar sem við keyrum um í einstakri náttúrufegurð

Skoðið nánari lýsingu á safarí ferðinni til Kenía hér fyrir neðan:

Áfangastaður

Ferðalýsing

Safaríferð til Kenía er einstök upplifun sem er engri lík. Að fylgjast með gíröffum borða blöð af Akasíu trjám, fíll á göngu með fílskálfinn sinn, ljón sem var að veiða sér til matar, með bráðina sína, að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Í safarí ferðinni okkar til Kenía förum við í fjölmargar safarí ferðir með innfæddu leiðsögufólki sem deilir með okkur gífurlegri þekkingu sinni um dýrin og umhverfið þeirra, hvernig við högum okkur þegar við leitum að dýrunum og þegar við erum í návist þeirra. Við förum á þrjú mismunandi svæði í Kenía, hið fræga Masai Mara, Navaisha vatnið og friðlýsta eyjan Cresent auk Amboseli við rætur Kilimanjaro. Einnig gistum við 2 nætur í höfuðborginni Naíróbí.

Ingibjörg Björnsdóttir er fararstjóri í ferðinni. Hún er vanur fararstjóri og hefur ferðast og skipulagt ferðir  til Afríku, Evrópu og Suður-Ameríku. Hún hefur ferðast víða og bjó lengi erlendis en flutti aftur heim til Íslands árið 2019 eftir 1 árs ferðalag um Afríku og Evrópu. Hún hefur mikinn áhuga á menningu og ferðalögum og að fara í safaríferð er eitthvað sem hún mælir með að allir sem hafa tækifæri prófi minnst einu sinni á ævinni.

Dagur 1: 29. september- Ferðadagur: Keflavík til London 

Við fljúgum með British Airways frá Keflavík til London kl. 10:40 og lendum kl. 14:50. Við gistum eina nótt á flugvallahóteli við London Heathrow. Frjáls tími restina af deginum og þeir sem vilja geta kíkt til London eða hvílt sig á hótelinu.

Dagur 2: 30. september- Ferðadagur: London til Naíróbí

Við fljúgum frá London kl. 10:10 og lendum í Naíróbí kl. 20:50 á staðartíma. Við tékkum okkur inn á Sheraton by Four Point Hotel og gistum nóttina þar.

Dagur 3: 1. október -Naíróbí – Masai Mara

Eftir morgunverð skráum við okkur út af hótelinu og höldum snemma morguns af stað í átt að Masai Mara og byrjum ævintýrið. Við keyrum í gegnum Great Rift dalinn í Kenía, og í gegnum Narok sem er eini Masai bærinn. Síðan er farið upp vesturvegginn þar sem farið inn í Hemingways-landið sem liggur að Serengeti sléttunum.

Við komum til Masia Mara rétt fyrir hádegisverð, við borðum hádegisverð og slökum á. Um eftirmiðdaginn förum við í safarí ferð um Masai Mara. Við tékkum okkur inn á Mara Serena Lodge og borðum kvöldverð þar.

Sundlaug
Hjónaherbergi
Mara Lodge herbergi og svalir
Borðstofa
Mara Serena atmosphere
Mara Serena veranda
Mara Serena útiborðstofa
Mara Serena herbergin
Mara Serena úti
Terrace
líkamsrækt
previous arrow
next arrow

 

Dagur 4: 2. október – Masai Mara

Eftir morgunmat förum við á safarí jeppa um fallegt graslendið i Masai Mara og upplifum dýralífið þann daginn.

Hið fræga Masai Mara er þekkt fyrir stórkostlegar hjarðir af villtum dýrum, svartmakka ljón, hlébarða og blettatígur og allar dýrategundir sem finnast í Kenía. Eftir ferðina keyrum við til baka í lodge-ið í hádegisverð og förum svo seinni partinn í eftirmiðdegis safaríferð.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn á Mara Serena Lodge)

Dagur 5: 3. október -Masai Mara 

Frjáls tími um morguninn og seinni partinn er farið í Safaríferð með valfrjálsum möguleika að heimsækja Masai þorp.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn á Mara Serena Lodge)

Dagur 6: 4. október- Masai Mara – Naivasha vatnið

Eftir morgunverð tékkum við út af herberginu eftir morgunverð og á byrjum daginn á Safarí ferð á leiðinni til Naivash. Eftir hádegisverð förum við í þjóðgarðinn Hells Gate sem er þekktur fyrir fallegt og sérstakt landslag.

Við gistum nóttina og næstu nótt á Enashipai Resort & Spa.

Enshipai sundlaug
Enshipai
enshipai double
Enshipai twin
enshipai dinner
previous arrow
next arrow

(Morgunverður á Mara Serena Lodge, hádegisverður og kvöldverður á Enashipai Resort & Spa) 

Dagur 7: 5. október-Frjáls dagur við Naivasha vatnið. 

Frjáls dagur – Hægt að fara í bátsferð og safari göngutúr á Cresent eyjunni.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á Enashipai Resort & Spa.)

Dagur 8: 6. október -NAIVASHA-AMBOSELI

Eftir morgunverð tékkum við okkur út og keyrum til Amboseli þjóðgarðsins. Við tékkum okkur inn á Amboseli Serena Lodge þar sem við ættlum að gista næstu tvær nætur. Við borðum hádegisverð á Amboseli Serene Lodge og förum svo í safaríferð seinnipartinn.

20220812_130102
20220812_130038
20220812_130123
20220812_130327
Amboseli Serena veranda
Amboseli Serena dining
Amboseli Serena outside dining
amboseli serena sundlaug
previous arrow
next arrow

(Morgunverður á Enashipai Resort & Spa, hádegisverður og kvöldverður á Amboseli Serena Lodge)

Dagur 9: 7. október AMBOSELI

Eftir morgunverð byrjum við daginn á morgun safarí við fjallsrætur Kilimanjaro fjallsins þar sem við gætum séð ef heppnin er með okkur, svört ljón og svarta fíla, gíraffa, hvíta nashyrninga og fleiri villt dýr og fallegan fjalltop Kilimanjaro. Við keyrum svo aftur að hótelinu okkar þar sem við borðum hádegismat. Þegar fer að kvölda förum við aftur í safarí ferð.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á Amboseli Serena Lodge)

Dagur 10: 8. október – AMBOSELI-NAIROBI.

Eftir morgunverð förum við í morgun safarí ferð til hádegis.

Eftir hádegisverð tékkum við okkur út af hótelinu og keyrum við til Nairobi og tékkum okkur aftur inn á 4 Point Sheraton þar sem við gistum seinustu 2 næturnar okkar í Kenía.

Dagur 11: 9. október – Frjáls dagur í Naíróbí

Dagur 12: 10. október-NAIROBI til Íslands

Eftir morgunverð förum við í ferð um höfuðborgina Nairóbí. Um kvöldið keyrum við upp á flugvöll, flugið okkar er kl. 22:45 og millilendum við í 2 klukkustundir í London á leiðinni heim aftur til Íslands þar sem við lendum kl. 10:05 næsta dag.

Dagur 13: 11. október – Lendum á Íslandi

Lendum í Keflavík kl. 10:05.

*athugið að dagskrá getur tekið breytingum

Innifalið í ferðinni:

  • Flug fram og til baka með British Airways
  • Flugvallagjöld og skattar
  • Ferðataska og handfarangur
  • Íslensk fararstjórn
  • Allar rútuferðir og safarí ferðir
  • Morgunverður alla daga
  • Fullt fæði í Masai Mara, Naivasha og Amboseli
  • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
  • Sérfróður innfæddur enskumælandi farastjóri
  • Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfara staða (ekki á Íslandi)

EKKI innifalið:

  • Vegabréfsáritun til Kenía (51 USD)
  • Þjórfé
  • Drykkir
  • Valkvætt að bæta við fyrir þá sem vilja: Bátsferð um Naivasha vatnið , göngu á Crescent eyjunni og Masai þorps heimsókn 

Mikilvægt:

  • Mælt er með að fólk láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Bóka má tíma og fá nánari upplýsingar hjá heilsugæslunni.
  • Vegabréf þurfa að gilda í 6 mánuði frá komudegi til Kenía