Safarí og sólarferð til Kenía 2025

Það er stórkostleg upplifun að fara í Safarí og í þessari ferð heimsækjum við Amboseli þjóðgarðinn, Masai Mara þjóðgarðinn og Naivasha vatnið. Þar er fjöldinn allur af villtum dýrum, og búumst meðal annars við að sjá: ljón, gíraffa, fíla, antílópur, blettatígur og flamingó fugla.
Fróðir leiðsögumenn fræða okkur um dýralífið þar sem við keyrum um í einstakri náttúrufegurð. Við endum svo ferðina í 6 nætur við ströndina í Mombasa.

Skoðið nánari lýsingu á safarí ferðinni til Kenía hér fyrir neðan:

Áfangastaður

Ferðalýsing

Í safarí ferðinni til Kenía förum við í fjölmargar safarí ferðir með innfæddu leiðsögufólki sem deilir með okkur þekkingu sinni um dýrin og umhverfið þeirra. Við förum á þrjú mismunandi svæði í Kenía, hið fræga Masai Mara, Navaisha vatnið auk Amboseli við rætur Kilimanjaro, og endum svo ferðina í Zanzibar.

Dagur 1: 6. september- Ferðadagur: Keflavík til London 

Flogið með British Airways frá Keflavík til London kl. 10:00 og lendum kl. 14:10. Gistum eina nótt á flugvallahóteli, sem er staðsett á London Heathrow flugvellinum. Frjáls tími restina af deginum og þeir sem vilja geta kíkt til London eða hvílt sig á hótelinu.

Dagur 2: 7. september- Ferðadagur: London til Naíróbí

Flogið frá London kl. 9:45 og lendið í Naíróbí kl. 20:45 á staðartíma. (Áætlað flug, skoðum það saman) Tekið á móti ykkur á flugvellinum og keyrt á hótelið Four points by Sheraton þar sem þið gistið fyrstu 3 næturnar. 

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 3: 8. september – Naíróbí

Frjáls tími um morguninn til að hvílast eftir ferðalagið og seinni partinn byrjum við að kynnast dýralífinu í Kenía og förum í fyrstu safaríferðina þar sem heimsóttur er þjóðgarðurinn í Naríóbí. Þjóðgarðurinn spannar 171 km2, er í útjaðri Naíróbí og er ⅙ af höfuðborgarsvæði Naróbí. Það er bæði fjölbreyttur gróður og dýralíf í þjóðgarðinum og búast má við að sjá sebrahesta og margar tegundir af antílópum,  einnig er mögulegt að sjá bæði svarta og hvíta nashyrninga, flóðhesta, ljón, hlébarða og fleiri dýr. 

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 4: 9. september – Naíróbí

Eftir morgunverð sjáum við meira af Naíróbí, Karen Blixen safnið er heimsótt og Giraffe Center sem er griðastaður fyrir Rothschild gíraffa tegundina sem finnst eingöngu í austur Kenía, og svo er farið á markað Masai fólksins, þar sem skemmtilegt er að skoða handverkið þeirra. 

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 5: 10. september – Naíróbí  til Amboseli

Eftir morgunverð er haldið af stað til Amboseli um kl. 7:00. Keyrt eftir Mombasa road í gegnum Mali og inn í Amboseli þjóðgarðinn. (Í kringum 4 klukkustundir). Við komum á Amboseli Serena Lodge fyrir hádegisverð og innritum okkur og borðum hádegisverð. Seinniparts safaríferð um kl. 4 þar sem við höfum möguleika á að sjá afríska fíla, ljón, og útsýni yfir á Kilimanjaro. Kvöldverður á Amboseli Serena Lodge.

Gist er á Amboseli Serena Lodge næstu 3 næturnar.

20220812_130102
20220812_130038
20220812_130123
20220812_130327
Amboseli Serena veranda
Amboseli Serena dining
Amboseli Serena outside dining
amboseli serena sundlaug
previous arrow
next arrow

(Morgunverður á Four points by Sheraton, hádegisverður og kvöldverður á Amboseli Serena Lodge)

Dagur 6 :11. september – Amboseli

Við byrjum við daginn á morgun safarí við fjallsrætur Kilimanjaro fjallsins þar sem við gætum séð ef heppnin er með okkur, svartmakka ljón og fíla, gíraffa, hvíta nashyrninga og fleiri villt dýr og fallegan fjalltop Kilimanjaro. Við keyrum svo aftur að hótelinu okkar þar sem við borðum hádegismat og tími er fyrir hvíld á lodge-inu. Seinni partinn er haldið af stað í seinni safaríferð dagsins.

Amboseli þjóðgarðurinn er þekktur fyrir friðsæla fegurð, afríska fílinn og fallegt útsýnið á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, hinumegin við landamærin, í Tansaníu. . Þjóðgarðurinn er einn sá elsti í Austur Afríku og friðaðasvæðið er 392 km2. Búast má við að sjá fílahjarðir, antílópur, sebrahesta, gnýi, gíraffa, hýenur og flamingófugla, og einnig gætu sést ljón, hlébarði eða blettatígur.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á Amboseli Serena Lodge)

Dagur 7 :12. september – Amboseli

Eftir morgunverð er safaríferð og heimsækjum við einnig Masai þorp þar sem hægt er að kynnast menningu Maasai fólksins. 

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á Amboseli Serena Lodge)

Dagur 8:  13. september – Amboseli til Maasai Mara

Eftir morgunverð er tékkað út af lodge-inu og þið verðið keyrð  á flugbrautina. Þaðan verður flogið frá Amboseli kl. 09:00 til Maasai Mara, í gegnum Naíróbí. Komið verður til Maasai Mara um 11 og frá flugbrautinni verðið þið keyrð til Mara Serena Lodge fyrir innritun og hádegisverð og svo verður farið í eftirmiðdags safarí í þjóðgarðinum. Kvöldverður er borðaður á Mara Serena Lodge. 

Masai Mara - ljónynjur

Gist er á Mara Serena Lodge næstu 3 næturnar. 

Sundlaug
Hjónaherbergi
Mara Lodge herbergi og svalir
Borðstofa
Mara Serena atmosphere
Mara Serena veranda
Mara Serena útiborðstofa
Mara Serena herbergin
Mara Serena úti
Terrace
líkamsrækt
previous arrow
next arrow

(Morgunverður á Amboseli Serena Lodge, hádegisverður og kvöldverður á Mara Serena Lodge)

Dagur 9:  14. september – Maasai Mara

Valfrjálsferð snemma morgunin er að fara í loftbelg yfir Maasai Mara og kampavínsmorgunverður þegar lent er aftur.  (Loftbelgsferðin ekki innifalin í ferðinni, pöntuð aukalega og endurgreitt ef hætt er við vegna veðurskilyrða)

Safaríferð í Maasai Mara þjóðgarðinum um morguninn. Í safaríferðum dagsins keyrir leiðsögubílstjórinn meðal annars að Mara ánni til að sjá flóðhesta og krókódíla, og auk þess að sjá gíraffa, sebrahesta, gnýi og buffaló þá gætuð þið séð ljón, blettatígur og hlébarða. 

Hið fræga Maasai Mara er hluti af Mara-Serengeti svæðinu sem er 40.000 km². Masai Mara svæðið er 1510km² og júlí til október ferðast gnýirnir (Wildebeest) frá Serengeti í Tansaníu til Masai Mara í Kenía og mikill fjöldi sebrahesta fylgja auk fjölda antilópa og gasella. Því er þetta frábær tími til þess að sjá fjöldann allan af dýrum.

Masai Mara er þekkt fyrir stórkostlegar hjarðir af villtum dýrum, svartmakka ljón, hlébarða og blettatígur og flest allar dýrategundir sem finnast í Kenía. Eftir ferðina keyrum við til baka í lodge-ið í hádegisverð og förum svo seinni partinn í eftirmiðdegis safaríferð.

Dagur 10: 15. september -Masai Mara 

Safaríferð í Maasai Mara þjóðgarðinum um morguninn og seinni partinn og upplifum fallegt graslendið i Masai Mara og dýralífið.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn á Mara Serena Lodge)

Dagur 11: 16. september – Masai Mara – Naivasha vatnið

Eftir morgunverð tékkum við út af herberginu og keyrum til Naivasha, fylgjumst með dýralífinu á meðan við keyrum út úr þjóðgarðinum.  Keyrt er í gegnum Great Rift dalinn í Kenía, og í gegnum Narok sem er eini Masai bærinn.(Rúmlega 5 klukkustundir)  Hádegisverður á Lake Naivasha Sopa Lodge og frjáls tími restin af deginum til að njóta þess að vera á resort-inu. Mögulegt að skipuleggja auka ferð til Hells gate þjóðgarðsins, ef áhugi er.

Gist á Lake Naivasha Sopa Resort næstu 2 næturnar. Resortið er staðsett á 60 hektara landsvæði þar sem gíraffar, waterbuck, vervet og colobus apar eiga heimkynni.

sundlaug Lake Naivasha
Lake Naivasha room-exterior
Lake Naivasha hjónaherbergi
Lake Naivasha dining
Lake Naivasha buffet
Lake Naivasha outside dining
Lake Naivasha shared area
Lake Naivasha giraffe-in-the-gardens259FD0C0-1D71-A961-F3BA-8006BD442386
Lake Naivasha waterbucks-in-the-vicinity
Lake Naivasha swimming pool
Lake Naivasha gym
previous arrow
next arrow

(Morgunverður á Mara Serena Lodge, hádegisverður og kvöldverður á Lake Naivasha Sopa Resort) 

Dagur 12: 17. september – Naivasha vatnið

Eftir morgunverð er siglt á Naivasha vatninu til Crescent eyjunnar. Gengið eru um eyjuna með leiðsögumanni þar sem eru sebrahestar, gíraffar og, mismunandi tegundir af antílópum og hægt að gefa strútum að borða. Frjáls tími seinni partinn á Lake Naivasha Sopa Resort

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á Lake Naivasha Sopa Resort.)

Dagur 13: 18. september – Naivasha – Nairóbí – Mombasa

Eftir morgunverð er keyrt frá hótelinu til flugvallarins í Naíróbí (uþb, 2 tímar og 30 mínútur), þaðan sem flogið er til Mombasa, þar sem bílstjórinn bíður ykkar og keyrir ykkur til Sarova White Sand Beach Resort. 

Gist á Sarova White Sands Beach Resort næstu 6 næturnar.

(Hálft fæði innifalið)

Dagur 14 -18: 19-23. september 

Frjáls tími á Sarova White Sand Beach Resort. 

Sarova White Sands Beach Resort er staðsett við ströndina við Indlandshafið og eitt af bestu strandarhótelum Mombasa. Það er umvafið hitabeltisgróðri og pálmatrjám og það eru 5 sundlaugar á hótelinu.

(Hálft fæði innifalið)

Dagur 19: 24. september Flug heim til íslands

Keyrð á flugvöllinn í Mombasa, flogið til Naíróbí og aftur heim til Íslands.

Dagur 20:25. september – Lendum á Íslandi

 

*athugið að dagskrá getur tekið breytingum

Innifalið í ferðinni:

  • Sérfróður innfæddur enskumælandi leiðsögumaður
  • Allar rútuferðir og safarí ferðir
  • Morgunverður alla daga
  • Gisting í 18 nætur á hótelum samkvæmt ferðalýsingu
  • Fullt fæði í Masai Mara, Naivasha og Amboseli
  • Hálft fæði eða Full Board í Mombasa – Sarova White Sands Beach Resort (sjá tvö möguleika fyrir neðan)
  • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
  • Flug frá Amboseli til Masai Mara
  • Flug frá Naíróbí til Mombasa
  • Flug frá Mombasa til Naíróbí
  • 1 nótt á flugvallarhóteli í London
  • Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfarastaða (ekki á Íslandi)

EKKI innifalið:

  • Vegabréfsáritun til Kenía
  • Þjórfé
  • Drykkir
  • Flug frá Íslandi til Naíróbí og aftur heim – bókað sér
  • ETA fyrir England (nýtt frá 2. apríl 2025, kostar 10 pund)

Hægt er að velja um halfboard eða All inclusive á Sarova White Sands Beach Resort:

Ef valið hálft fæði (morgunverður og kvöldverður) á Sarova White Sands Beach Resort:

Ferðin kostar :  1.399.000 kr. á mann m.v. 2 fullorðna saman í herbergi (án flugs frá Íslandi)

Ef valið er All Inclusive á Sarova White Sands Beach Resort:

Ferðin kostar :  1.459.000 kr. á mann m.v. 2 fullorðna saman í herbergi (án flugs frá Íslandi)

Flugið er áætlað í kringum 200.000 kr á mann og mun við senda nánari upplýsingar um leið og flugupplýsingarnar eru mótteknar.

Staðfestingargjald er 120.000 kr. fyrir ferðina og flug er greitt við bókun

Mikilvægt:

  • Mælt er með að fá bólusetningu gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Bóka má tíma og fá nánari upplýsingar hjá heilsugæslunni.
  • Vegabréf þurfa að gilda í 6 mánuði frá komudegi til Kenía