Sold out!

Uppselt – Menningarferð til Egyptalands maí 2022

Category:

Description

Einstök 15 daga ferð til Egyptalands. Í ferðinni fáum við að kynnast fornri menningu Egypta sem er meira en 6000 ára gömul, með íslenskumælandi Egypta sem fararstjóra, við gistum í Cairo með útsýni á pýramídana og við Níl ánna, heimsækjum Alexandríu, og Aswan ásamt 3 nátta ógleymanlegri siglingu niður Níl ánna á fljótaskip og 3 nátta dvöl við Rauðahafið.

Omar Salama sem er fararstjóri í þessari ferð,  hefur búið á Íslandi síðastliðin 16 ár.  Hann er fæddur og uppalinn í Egyptalandi.  Margir  Íslendingar úr skákheiminum þekkja til Omars.  Hann fæddist í Alexandríu og bjó í Kaíró til 25 ára aldurs, þegar hann flutti til Íslands. Hann þekkir því vel menningu bæði Egyptalands og Íslands og hefur mikla þekkingu á þessu fjölmenna landi þar sem búa fleiri en 100 milljón manna. Í ferðinni okkar verða líka sérfróðir innfæddir enskumælandi fararstjórar ásamt Omari .

Í þessari ferð heimækjum við Sfinx og píramídana sem er eitt af sjö undrum veraldar.  Við heimsækjum líka musteri faróanna, moskur og markaði, förum í þriggja daga fljótasiglingu á Níl, heimsækjum dal konunganna og að lokum skoðum við svo Rauðahafið þar sem við getum slakað á og notið sólarinnar á all inclusive 5 stjörnu resort.

Dagur 1: 5. maí – Ferðadagur til Egyptalands

Við ferðumst með Lufthansa frá Íslandi kl. 13:50 með tveggja tíma millilendingu í Frankfurt. Við komuna til Kaíró tékkum við okkur inn á Steigenberger Pyramids Cairo.

Útsýni frá Steigenberger hótelinu okkar yfir píramídana.

Dagur 2: 6. maí  –Kastalinn í Kaíró og Egypska safnið

Í dag byrjum við að kynnast stórborginni Kaíró. Við heimsækjum Salah El Din kastalann í hjarta borgarinnar og þjóðminjasafn Egyptalands. 

(Morgunverður og hádegisverður innifalin)

Dagur 3: 7. maí – Píramídarnir, Sfinxinn og Sakkara

Eitt af sjö undrum veraldar

Eftir morgunmat er komið að því að skoða það sem flestir hafa beðið eftir, að sjá píramídana og Sfinxinn í Giza. Við byrjum ferðina á að skoða Sakkara sem var undanfari píramídana. 

Við borðum hádegismat og kvöldmat á milli heimsókna á vinsælum Egypskum veitingastöðum í Kaíró.

(Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 4: 8. maí – Alexandría

Við ætlum að vakna snemma og tékka okkur út og fara til Alexandríu.  Þar munum við skoða Qaitbay virkið og tékka okkur inn á Steigenberger Cecil hótelið og fáum okkur kvöldverð á hótelinu. Sögufræga hótelið var byggt árið 1929 og í gegnum tíðina hafa margir frægir gist á hótelinu, meðal annars Winston Churchill sjálfur. 

Steigenberger Cecil Hotel Alexandria

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 5: 9. maí – Alexandría – Kaíró

Eftir morgunmat heimsækju við hið þekkta bókasafn Alexandríu, Bibliotheca Alexandrina. Á leiðinni aftur til Kaíró heimsækjum við klaustur Wadi el Natroun. Við tékkum okkur inn á Steigenberger Tahrir í hjarta Kaíró og fáum okkur kvöldmat saman þar.

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 6: 10. maí – Frjáls dagur

Söfnum orku, og njótum þess að vera í hjarta Kaíró rétt við Níl ánna.

Dagur 7: 11. maí – Aswan, Elefantín eyjan

Eftir morgunverðinn skráum við okkur út af hótelinu og fljúgum niður til suður Egyptalands þar sem við byrjum upplifun okkar af hinu töfrandi Egyptalands hins forna í Aswan.  

Við gistum í tvær nætur á Elefantín eyjunni sem er á menningarminjaskrá UNESCO. Við tékkum okkur inn á 5 stjörnu Mövenpick resort og fáum kvöldverð á hótelinu. 

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 8: 12. maí – Aswan stíflan, Philae hofið og obelisk

Eftir morgunmat förum við með bát og skoðum háu Aswan stífluna, Philae hofið og hina ókláraðu obilisk súlu í Aswan. 

(Morgunverður innifalinn)

Philae Hofið

Dagur 9: 13. maí – Sigling á Nílarfljótinu

Snemma morguns er VAL að bæta við heimsókn í Abu Simbel musterið.

Í dag byrjum við þriggja daga siglinguna á Nílarfljótinu til Luxor.

Eftir morgunmat tékkum við okkur inn á Sonesta Saint George fimm stjörnu fljótabátinn okkar, sem er einn flottasti 5 stjörnu báturinn sem siglir á Níl ánni. Við byrjum á að koma okkur fyrir í káetunum okkar og borðum hádegismat á skipinu.

Það er mikil upplifun að sigla eftir Níl, lengsta fljóti í Afríku þar sem báðir bakkar fljótsins eru fullir af leyndardómum Egyptalands. Við njótum útsýnisins frá bátnum og slökum á restina af deginum, og borðum svo kvöldmat á bátnum.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Þeir sem vilja geta byrjað daginn á að heimsækja Abu Simbel, eitt af frægustu musterum heimsins

Dagur 10: 14. maí – Siglum frá Aswan til Luxor 

Við njótum siglingarinnar og heimsækum Kom Ombo musterið.

Við heimsækjum Edfu Musterið á hestvagni. Musterið er risastórt og mikilfenglegt.

Á leiðinni til Luxor siglum við í gegnum Esna skipastigann sem er merkileg upplifun, skipið fer frá suður hliðinni til norðurhliðarinnar með lægra vatnsmagni.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 11: 15. maí – Sigling á Nílarfljótinu

Eftir morgunmat á skipinu förum við og skoðum Luxor.

Musteri Hatshepsut

Við heimækjum vesturbakka Luxor, meðal annars Konungadalinn í Luxor, drottningardalinn og musteri Hatshepsut drottningarinnar. 

Hægt er að bæta við að heimækja gröf farósins Tutankhamun. 

Við borðum bæði hádegismat og kvöldmat í Luxor.

Aukamöguleiki: Þeir sem vilja geta bætt við ferð í loftbelg yfir Luxor.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 12: 16. maí 

Í dag skoðum við austurbakka Luxor, Musteri Karnak, og Luxor musterið. Við borðum hádegismat í Luxor og keyrum svo til Hurgada. 

Við komuna til Hurgada tékkum við okkur inn á 5 stjörnu Jaz Aquamarine Resort, þar sem við dveljum í 3 nætur. Á hótelinu er allt innifalið, bæði matur og allir drykkir. 

Hótelið okkar í Hurghada

Það eru 20 sundlaugar á svæðinu, 3 vatnsrennibrautagarðar og beinn aðgangur að einkaströnd.

Frá kafbátaferð í Hurghada

Dagur 13: 17. maí – Frjáls dagur í Hurgada

Í Hurgada eru allskonar auka ferðir í boði, og hægt er að panta þær, fyrir þá sem vilja, þegar komið er á staðinn. Vinsælast hefur til dæmis verið að fara á mótorhjól í Sahara eyðimörkinni, kafbátaferð í Rauðahafinu, snorkling og fleira.

Dagur 14: 18. maí – Frjáls dagur í Hurgada

Það er líka hægt einfaldlega að njóta þess að vera á einum besta dvalarstað í Hurghada, liggja á sólarbekk og njóta góða veðursins.

Dagur 15: 19. maí – Ferðast til Kaíró

Tékkum okkur út af hótelinu og eftir hádegismat fljúgum við til baka til Kaíró.

Þar hvílum við okkur fyrir heimferðardag.

Okkar síðasta nótt verður á Le Meridian Cairo Airport 5*

(Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 16: 20. maí – Ferðast heim til Íslands

Tékkum okkur út og fljúgum kl 13:50 aftur heim og komum til Íslands kl 23:30 sama dag.

Innifalið í ferðinni:

 • Flug fram og til baka með Lufthansa .
 • Flugvallagjöld og skattar
 • Ferðataska og handfarangur
 • Íslensk fararstjórn
 • Innanlands flug frá Kaíró til Aswan og frá Hurghada til Kaíró
 • Morgunverður alla daga
 • Fullt fæði á fljótaskipi (3 nætur)
 • Fullt fæði í Hurghada og alla drykkir líka innifaldir
 • Allar rútuferðir í loftkældum rútum
 • Háðegisverðir og kvöldverðir samkvæmt ferðalýsing.
 • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
 • Sérfróður innfæddur enskumælandi farastjóri
 • Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfara staða (ekki á Íslandi)
 • Áritun til Egyptalands, fæst  á flugvellinum í Kaíró fyrir Íslenska ríkisborgara

EKKI innifalið:

 • þjórfé
 • aðgangur inn í pýramídana, aðgangur að The Royal Mummy room í Egypska safninu, eða aðgangur að Tutankhamun Tomb í Konungadalnum. Má kaupa það á staðnum.

Mikilvægt:

Mælt er með að fólk láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Bóka má tíma og fá nánari upplýsingar hjá https://vinnuvernd.is/thjonusta/ferdavernd/

Hægt er að bóka og greiða staðfestingargjald í tveggja manna herbergi hér. 

KLEOPATRA TOURS

Kleopatra Tours er Íslensk ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Mið-Austurlanda.

Omar Salama hefur búið á Íslandi í 15 ár, en bjó í Egyptalandi þar til hann var 24 ára. Hann hefur ferðast til fjölmargra landa í gegnum skák og hefur mikla þekkingu á menningu um allan heim.