Biðlisti: Menningar og sólarferð til Egyptalands 1.-15. október 2023

Einstök 15 daga ferð til Egyptalands. Í ferðinni fáum við að kynnast fornri menningu Egypta sem er meira en 6000 ára gömul, með íslenskum fararstjóra og enskumælandi egypskum Egyptalandsfræðingi. Við gistum í Kaíró með útsýni yfir Níl ánna, fljúgum svo suður til Aswan þar sem við gistum á elephantin eyjunni á Níl,  og hefjum svo 3 nátta ógleymanlegri siglingu niður Níl ánna á Mövenpick fljótaskipi til Luxor og endum á 3 nátta dvöl við Rauðahafið.

Biðlisti: Sendið okkur email á kleopatratours@kleopatratours.is eða hringið í 776-6400 ef þið hafið áhuga á að koma með 1.-15. október og við reynum að bæta við 2 plássum í ferðina.

Skoðið nánari ferðalýsingu hér fyrir neðan:

Áfangastaður

Ferðalýsing

Menningar og sólarferð til Egyptalands

Sakkara þrepapíramídarnir

15 daga ferð full af upplifunum þar sem Omar sá um alla skipulagningu með okkur Íslendinga í huga. Omar er fæddur og uppalin í Egyptalandi og hefur búið á Íslandi síðastliðin 18 ár. Í þessari ferð heimækjum við Sfinxinn og píramídana, eitt af sjö undrum veraldar, kynnumst stórborginni Kaíró þar sem við gistum í hjarta borgarinnar með útsýni á Níl, við heimsækjum líka musteri faróanna, moskur og markaði, förum í þriggja daga fljótasiglingu á Níl, heimsækjum dal konunganna og grafhýsin, og við endum svo við Rauðahafið þar sem við getum slakað á og notið sólarinnar á all-inclusive 5 stjörnu resort. Öll hótel í ferðinni eru sérvalin og 5 stjörnu. Rúturnar okkar eru loftkældar, með wifi og inniföldum vatnsflöskum í öllum rútuferðum til þess að tryggja þægindi í ferðalaginu okkar. Hóparnir okkar eru alltaf litlir, í kringum 20 manns, og leggjum við okkur fram við að veita persónulega þjónustu.  

Soffía, fararstjórinn okkar í Egyptalandi

Fararstjóri í ferðinni er Soffía Valdimarsdóttir. Soffía brennur fyrir ferðalögum og hefur ferðast víða og er þaulvön skipulagningu og ferðalögum með fjölda hópa innanlands og utan. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur búið í Vestmannaeyjum síðustu 12 ár. Soffía kynntist fyrst Egyptalandi í ferð með Kleopatratours og heillaðist það mikið af landi og þjóð að hún tók að sér að vera fararstjóri hópa og leyfa fleirum að upplifa með sér leyndardóma Egyptalands. Október verður 3 ferð Soffíu til Egyptalands á einu ári. 

Hægt er að bóka og greiða staðfestingargjald fyrir ferðina hér.

Dagskrá

Dagur 1:  1. október – Ferðadagur til Egyptalands

Við fljúgum frá Íslandi til Kaíró með Lufthansa. Við fljúgum frá Keflavík kl. 00:25 aðfaranótt 1. október og millilendum í Frankfurt í 4 klukkustundir á leiðinni til Egyptalands. (Töskurnar sendast frá Keflavík – Kaíró) Við lendum í Kaíró kl.  14:20 þann 1. október. Rúta bíður okkar á flugvellinum og keyrir okkur á hótelið okkar. Við komuna til Kaíró tékkum við okkur inn á 5 stjörnu Intercontinental Kaíró Semiramis hótelið með útsýni yfir Níl. Hótelið er staðsett við Tahrir torg, sem þekktast er fyrir Araba vor. Hér gistum við því í hjarta Kaíró, og fáum að upplifa þessa gríðarstóru 20 milljón manna borg sem úir og grúir af lífi.

Hotel InterContinental Semiramis Cairo, með útsýni á Níl

 

Dagur 2: 2. október – Píramídarnir, Sfinxinn, Memphis og Sakkhara

Í dag er fyrsta skoðunarferðin okkar og eftir morgunverð byrjum við á að heimsækja það sem mörgum hefur dreymt um, að sjá píramídana og Sfinxinn í Giza. Eftir hádegisverð heimsækjum við svo hina fornu höfuðborg Egyptalands, Memphis, og þrepapíramídana sem voru undanfari píramídana í Giza.

Píramídarnir og Sfinxinn í Giza

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 3: 3. október –Kastalinn í Kaíró og Þjóðminjasafn Egyptalands

Salah El Din moskan

Í dag byrjum við að kynnast stórborginni Kaíró betur. Við byrjum á að heimsækja hið þekkta þjóðminjasafn Egyptalands, þar sem meðal annars er að finna gullgrímu farósins Tutankhamun.

Gullgríma hins unga konungs Tutankhamun.

Við heimsækjum svo Salah El Din borgarvirkið og moskuna í hjarta borgarinnar, og Khan el Khalili markaðinn sem er yfir 600 ára gamall. Við borðum hádegisverð á milli heimsókna á vinsælum Egypskum veitingastað.

Það er alltaf jafn sjarmerandi að ganga um Khan el Khalili Bazar, skoða skemmtilegar vörur til sölu og jafnvel prútta aðeins við heimamenn

(Morgunverður og hádegisverður innifalin)

Dagur 4: 4. október – Aswan stíflan og Philae hofið

Eftir morgunverð skráum við okkur út af hótelinu og fljúgum niður til suður Egyptalands þar sem við byrjum upplifun okkar af hinu töfrandi Egyptalands hins forna í Aswan, sem er syðsta borg Egyptalands. 

‏‏Þegar við lendum, skoðum við háu Aswan stífluna og Philae hofið. 

Philae hofið

Við tékkum okkur inn á 5 stjörnu Movenpick Resort Aswan Hotel á Elefantín eyjunni og gistum þar næstu tvær næturnar.

Hægt er að njóta glæsilegs kvöldverðarhlaðborðs Mövenpick úti á verönd hótelsins. 

Mövenpick Aswan

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 5: 5. október – Frjáls dagur í Aswan

Abu Simbel

Frjáls dagur. Eldsnemma morguns er VAL að bæta við heimsókn í Abu Simbel musterið, eitt af frægustu musterum heimsins.

Restina af deginum er hægt að skoða Aswan,  fara í siglingu á Felucca bát á Nílánni, þar sem farið er í heimsókn í lítið Nubian þorp, eða slaka á í sólinn og njóta útsýnisins.

Sigling á Níl

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 6: 6. október – Sigling á Nílarfljótinu

Við tékkum okkur inn á fimm stjörnu fljótabátinn okkar, Movenpick MS Hamees. Við byrjum á að koma okkur fyrir í káetunum okkar og borðum svo hádegismat á bátnum. Frjáls tími restin af deginum. 

Movenpick MS Hamees
Káeta með hjónarúmi
Káeta með tveimur rúmum
Baðherbergi - káeta
Káeta - hjónaherbergi
Sólardekk
Sólardekk - kvöld
Sólardekk
Veitingastaðurinn
Veitingastaðurinn
Lounge
Lestrarherbergi
previous arrow
next arrow
 

 

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 7: 7. október – Sigling á Nílarfljótinu

Í dag byrjum við þriggja daga siglinguna á Nílarfljótinu til Luxor. Það er stór upplifun að sigla eftir Níl, lengsta fljóti í Afríku þar sem báðir bakkar fljótsins eru fullir af leyndardómum Egyptalands.

Við njótum siglingarinnar og heimsækum Kom Ombo musterið. 

Kom Ombo musterið

Eftir hádegisverð heimsækjum við Edfu Musterið á hestvagni. Musterið er risastórt og mikilfenglegt.

Edfu Musterið

Við njótum útsýnisins frá bátnum og slökum á restina af deginum, og borðum svo kvöldmat um borð í bátnum.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 8: 8. október – Konungardalur og Hatshepsut Mustri

Við höldum siglingunni áfram og siglum til Luxor. Á leiðinni til Luxor siglum við í gegnum Esna skipastigann sem er merkileg upplifun, skipið fer frá suður hliðinni til norðurhliðarinnar með lægra vatnsmagni.

Esna skipastiginn

Við heimækjum vesturbakka Luxor, meðal annars Konungadalinn í Luxor og musteri Hatshepsut drottningarinnar. 

Musteri drottningarinnar Hatshepsut

Hægt er að bæta við að heimækja gröf farósins Tutankhamun. 

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 9: 9. október- El Karnak og Luxor musterin

Við borðum morgunverð snemma og tékkum okkur út af fljótabátnum.

Í dag heimsækum við austurbakka Luxor. Eftir morgunverð heimsækjum við El Karnak musterið, stærsta musteri heimsins. 

Skoðum El Karnak, stæðsta musteri heimsins

 

Eftir hádegisverð tékkum við okkur inn á Luxor á Sonesta Saint George Luxor hótel.

Kvöldheimsókn í hið glæsilega Luxor musteri. 

Kvöldheimsókn í Luxor musterið er einstök

(Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 10: 10. október – Luxor

Í dag eigum við frjálsan dag í Luxor.

Aukaferð er VAL fyrir þau sem vilja eldsnemma, þar sem flogið er í loftbelg yfir konungadalinn við sólarupprás. 

Loftbelgur við sólarupprás í Luxor

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 11: 11. október – Rauðahafið

Eftir morgunverð á hótelinu keyrum við með rútunni okkar eftir hraðbrautinni í gegnum eyðimörkina til Hurgada.

Við komuna til Hurgada tékkum við okkur inn á 5 stjörnu Jaz Aquamarine Resort, þar sem við dveljum í 4 nætur. Á hótelinu er allt innifalið, bæði matur og allir drykkir. 

Resortið sem við gistum á í Hurgada er stórglæsilegt

Það eru 20 sundlaugar á svæðinu, 3 vatnsrennibrautagarðar og beinn aðgangur að einkaströnd við Rauðahafið.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir (All Inclusive))

Dagur 12 og 13: 12.-13. október – Frjáls tími í Hurgada

Resortið okkar í Hurgada er stórt og flott og margir velja að vera á resortinu og njóta og hvíla sig eftir upplifun daganna á undan. 

Einkaströnd er hluti af því sem hótelið okkar við Rauðahafið býður upp á

Í Hurgada eru allskonar auka ferðir sem hægt er að bæta við fyrir þá sem vilja, þegar komið er á staðinn. Vinsælast hefur tildæmis verið að fara á mótorhjól í Sahara eyðimörkinni, kafbátaferð í Rauðahafinu, snorkling og fleira.

Snorkling er eitt af mörgum möguleikum í Hurgada
Njótum þess að vera við Rauðahafið eftir stórkostlegar upplifanir undanfarna 10 daga

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir (All Inclusive))

Dagur 14: 14. október- Ferðumst til Kaíró

Morgunverður á hótelinu, tékkum okkur svo út og fljúgum til Kaíró.

Tékkum okkur inn á flugvallarhótelið Le Meridien Cairo Airport Hotel og gistum nóttina þar.

Frjáls tími.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 15: 15. október- Ferðumst heim til Íslands

Tékkum okkur út rétt fyrir hádegi og röltum yfir á flugvöllinn sem er tengdur við hótelið. Fljúgum aftur heim með Lufthansa. Flogið kl. 16:20 og milllilent í Frankfurt á leiðinni heim. Flogið frá Frankfurt 21:50 og lendum aftur heima á Íslandi kl. 23:30 sama dag. 

(Morgunverður innifalinn)

* Athugið að dagskrá getur tekið breytingum

Innifalið í ferðinni:

  • Flug fram og til baka með Lufthansa .
  • Flugvallagjöld og skattar
  • Ferðataska (23 kg) og handfarangur
  • Íslensk fararstjórn
  • Innanlands flug frá Kaíró til Aswan og frá Hurghada til Kaíró
  • Morgunverður alla daga
  • Fullt fæði á fljótaskipi (3 nætur)
  • Fullt fæði í Hurghada og allir drykkir líka innifaldir (3 nætur)
  • Allar rútuferðir í loftkældum rútum
  • Rúturnar okkar eru með wifi og alltaf vatn í boði í rútunum
  • Hádegisverðir og kvöldverðir samkvæmt ferðalýsingu
  • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
  • Sérfróður innfæddur enskumælandi leiðsögumaður
  • Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfara staða (ekki á Íslandi)
  • Áritun til Egyptalands, á flugvellinum í Kaíró fyrir íslenska ríkisborgara

EKKI innifalið:

  • þjórfé
  • Aukaferðir, valkvætt að bæta við: Aðgangur inn í pýramídana, aðgangur að The Royal Mummy room í Egypska safninu, eða aðgangur að Tutankhamun Tomb í Konungadalnum. Má kaupa það á staðnum.  
  • Hægt að bæta við loftbelg yfir Luxor og ferð til Abu Simbel

Ferðin kostar : 665.000 kr.á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.

Einstaklingsherbergi kostar 175.000 kr. aukalega.

Mikilvægt:

  • Mælt er með að fólk láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Bóka má tíma og fá nánari upplýsingar hjá heilsugæslunni eða á: https://vinnuvernd.is/thjonusta/ferdavernd/
  • Vegabréf þurfa að gilda í 6 mánuði eftir brottfaradag frá Egyptalandi.