Ferðalýsing
Farastjóri: Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson er vanur fararstjóri Kleopatratours og hefur leitt marga Íslendinga um ævintýralegar upplifanir Miðausturlanda. Sindri er lögfræðingur að mennt og starfar sem yfirþýðandi hjá utanríkisráðuneytinu. Hann bjó um nokkurt skeið í Jórdaníu þar sem hann lærði arabísku. Sindri hefur mikinn áhuga á Miðausturlenskri menningu og arabíska tungumálinu.
Hægt er að greiða staðfestingargjald fyrir ferðina hér.
Dagur 1: 10. apríl – Ferðadagur til Jórdaníu
Flogið til Amman með Lufthansa frá Keflavik 11. október kl: 14:00 til Frankfurt þar sem við millilendum og svo frá Frankfurt til Amman. Töskurnar eru sendar alla leið frá Keflavík til Amman. Hópurinn safnast saman og við fáum vegabréfsáritunina okkar og förum í rútunni sem bíður okkar á hótelið Rotana Tower***** í Amman, þar sem við gistum fyrstu þrjár næturnar í Jórdaníu.
Dagur 2: 11. apríl – Frjáls dagur og Amman í Amman
Það er hvíld og frjáls tími þangað til seinnipartinn, en þá býðst þátttakendum að læra að elda arabískan mat í (Beit Sitti = Ömmu hús í Amman 🙂 ) og borða í kvöldmat. Námskeiðinu fylgir fjögurra rétta máltíð (mezza, salat, aðalréttur og eftirréttur). Arabískt brauð, límonaði, vatn, te, kaffi og hvítt kaffi í lokin.
Næturgisting í Amman (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 3: 12. apríl – Amman – Jerash – Amman
Eftir morgunverð verður farið um Amman, höfuðborg Jórdaníu. Byrjað verður miðsvæðis í elsta hluta borgarinnar, sem er prýddur vel varðveittu rómversku borgarvirki með gott útsýni yfir borgina. Þar er einnig hægt að sjá rústir musteri Herkúlesar frá árunum 161 til 180, Byzantine kirkjuna, og einstakt fornminjasafn sem geymir m.a. helstu fornminjar Jórdaníu. Við borgarvirkið er rómverskt hringleikahús frá 2. öld sem er ennþá í notkun fyrir menningarviðburði.
Eftir morgunverð er farið til Jerash, sem er best varðveitta rómverska Decapolis borgin. Þegar farið er inn í borgina í gegnum hið sögulega Suður-hlið er komið að Oval torginu, musteri Zeusar og syðra hringleikhúsinu sem tekur yfir 3000 manns í sæti. Frá Colonnaded götu sést markaðstorg borgarinnar, íbúahverfi sem heitir Omayyad og dómkirkja frá 4. öld, St. Theodore‘s kirkja, Nymphaeum og nyrðra hringleikhúsið.
Næturgisting í Amman (Morgunverður innifalinn)
Dagur 4: 13. apríl – Amman – Madaba – Mt Nebo – Aqaba
Viðð borðum morgunmat á hótelinu og og tékkum okkur út. Í dag keyrum við suður að Rauðahafinu og höldum áfram að skoða okkur um í Jórdaníu á leiðinni
Við byrjum á að heimsækja borgina Madaba, þar sem frægustu mósaík myndir Byznatine heimsveldisins eru staðsettar. Við skoðum helstu fjársjóði borgarinnar og gamla steinfellumynd af Palestínu sem er staðsett á gólfi grísku St. George rétttrúnaðarkirkjunnar.
Þar á eftir komum við að Nepo fjallinu þar sem talið er að Móses spámaður hafi horft yfir „fyrirheitna landið“ og verið jarðsettur í kringum 12. öld fyrir Krist. Hægt er að skoða leifar af mósaík flísagólfi með skreytingum með myndum af veiðum og grænum grundum í lítilli kirkju sem var byggð á 4. öld.
Við höldum því næst til til Aquaba við Rauðahafið. Við tékkum okkur inn á hótelið okkar, Aqaba Hyatt Regancy (5*). Á hótelinu eru bæði flottar sundlaugar og einnig einkaströnd við Rauðahafið.
Næturgisting í Aqaba (Morgunverður innifalinn)
Dagur 5 og 6: 14. – 15. apríl – Aqaba – Rauðahafið frídagar
Frídagar í Aqaba, það er ýmislegt sem hægt er að gera í Aqaba, rölta um í gamla bænum, spila golf eða kafa og skoða kóralrif, fara á ströndina og njóta þess sem hótelið hefur upp á að bjóða.
Næturgisting í Aqaba (Morgunverður innifalinn)
Dagur 7: 16. apríl- Aqaba til Wadi Rum
Eftir morgunverð tékkum við okkur út og keyrum við til Wadi Rum. Litríkur sandur Wadi Rum skoðaður á Bedúina-jeppum í tvær klukkustundir og sólsetursins notið með arabísku tei.
Kvöldverður og næturgisting í Wadi Rum (Í bedúa-tjaldi). (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 8: 17. apríl – Wadi Rum og Petra að kvöldi
Aukaferð er VAL fyrir þau sem vilja eldsnemma, þar sem flogið er í loftbelg yfir Wadi Rum þar sem við sjáum sólarupprás yfir eyðimörkinni.
Eftir morgunverð tékkum við okkur út og keyrum yfir til Petru. Við innritum okkar á hótelið okkar, The Old Village (5*) og frjáls tími fram að kvöldi.
Eftir kvöldmat fáum við að upplifa Petru að kvöldi sem er einstakt. Gengið verður í gegnum há klettagöng (Sig) og gengið fram að hinu stórfenglega og víðfræga fjárhirsluhliði. Leiðin er upplýst með 1500 kertum, til að líkja eftir því hvernig fólk hefði upplifað leiðina þegar hún var í notkun fyrir tíma nútímatækni.
(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 9: 18. apríl – Hin rós-rauða Petra
Að loknum morgunverði heimsækjum við aftur hina rós-rauðu Petra en nú að degi til og höfum því meiri tíma til að skoða okkur um á þessum fallega stað. Nabatean Arabar hjuggu Petru út í himinháan klettavegg fyrir 2000 árum síðan. Farið verður í gegnum klettagöngin (Sig) sem eru um kílómetri á lengd með um áttatíu metra háum veggjum. Þekktasta kennileiti Petru, fjárhirsluhliðið mun blasa skyndilega við vegfarendum við lok leiðarinnar. Hægt er að verja heilum degi í að njóta fegurðar staðarins.
Næturgisting Petra (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 10: 19. apríl – Petra til Dauðahafsins
Eftir morgunverð er keyrt frá Petra til Dauðahafsins. Við komuna til Dauðahafsins innritum við okkur í Movenpick Dead Sea (5*) þar sem við gistum næstu 3 næturnar á þessu fallega hóteli.
Næturgisting Petra (Morgunverður og kvöldverður innifalinn)
Dagur 11 og 12: 20-21. apríl – Frídagar við Dauðahafið
Frídagar og hvíldardagar þar sem við njótum þess að vera við Dauðahafið. Það eru bæði glæsilegar sundlaugar og aðgangur að einkaströnd þar sem hægt er að fljóta í Dauðahafinu.
Næturgisting við Dauðahafið (Morgunverður innifalinn)
Dagur 13: 22. apríl- Dauðahafið og Ferðumst heim til Íslands
Farið til Queen Alia Int’l airport til brottfarar. Fljúgum frá Amman með Austrian kl. 16:00, millilendum í Vínaborg og lendum aftur á íslandi kl. 23:20.
* Athugið að dagskrá getur tekið breytingum
Gistingin okkar:
Inn |
Út |
Fjöldi nótta / borg |
Hótel |
Dagur 1 |
Dagur 4 |
3 nætur í Amman BB |
Rotana Tower (5*) |
Dagur 4 |
Dagur 6 |
3 nætur í Aqaba BB |
Hyatt Regency Ayla (5*) |
Dagur 6 |
Dagur 9 |
1 nótt í Wadi Rum HB |
Alsultana Luxury Camp |
Dagur 9 |
Dagur 10 |
2 nætur í Petra HB |
The Old Village (5*) |
Dagur 10 |
Dagur 13 |
3 nætur við Dauðahafið |
Movenpick Dead Sea (5*) |
Innifalið í verði:
- Flug frá Íslandi til Jórdaniu fram og til baka með Lufthansa og Austrian Airlines
- Innritaður farangur (23kg) og handfarangur
- Vegabréfsáritun til Jórdaníu
- Við hittumst og fáum aðstoð frá okkar fulltrúum við vegabréfsáritun og komu
- Allar rúturferðir í loftkældum rútum
- Íslensk fararstjórn
- Einka enskumælandi leiðsögumaður alla daga fyrir hópferðir
- 12 gistinætur á áðurnefndum hótelum með morgunverði. Kvöldverður er innifalinn í Wadi Rum og Petra
- Málsverðir: 12 morgunverðir & 4 kvöldverðir á hótelum og áfangastöðum
- Matreiðslunámskeið í Amman á Beit Sitti
- Allur aðgangseyrir að öllum stöðum sem við heimsækjum
- Tveggja tíma jeppaferð í Wadi Rum
- Petra að næturlagi
- Ferðir til og frá hótelum og flugvelli
Ekki innifalið:
-
- Þjórfé
- Club car í Petra
- Loftbelgur og aukaferðir
- Hádegisverðir sem ekki eru nefndir að ofan
- Kvöldverðir sem ekki eru nefndir að ofan
Ferðin kostar : 679.000 kr.á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.
Einsmanns herbergi kostar 210.000 kr. aukalega.
Staðfestingargjald er 90.000 kr. Það er hægt að bóka sig í ferðina og greiða staðfestingargjald með því að fylgja linknum hér.
Fyrir frekari upplýsingar: kleopatratours@kleopatratours.is
Mikilvægt:
- Mælt er með að fólk láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Bóka má tíma og fá nánari upplýsingar hjá heilsugæslunni eða á: https://vinnuvernd.is/thjonusta/ferdavernd/
- Vegabréf þurfa að gilda í 6 mánuði frá komudegi til Jórdaníu
- Lágmarksþáttaka þarf að nást til að ferð sé farin