Menningar og sólarferð til Egyptalands 9.-23. febrúar 2025

949.000 kr.

Í þessari ferð heimækjum við Sfinxinn og píramídana, eitt af sjö undrum veraldar. Við heimsækjum líka musteri faróanna, moskur og markaði, förum í þriggja daga fljótasiglingu á Níl, heimsækjum dal konunganna og grafhýsin, og við endum svo við Rauðahafið þar sem við getum slakað á og notið sólarinnar á all-inclusive 5 stjörnu resort.

Hægt er að bóka sig í ferðina með því að greiða staðfestingargjald hér.

Áfangastaður

Ferðalýsing

Menningar og sólarferð til Egyptalands

Einstök 15 daga ferð til Egyptalands. Í ferðinni fáum við að kynnast fornri menningu Egypta sem er meira en 6000 ára gömul, með íslenskum fararstjóra og enskumælandi egypskum Egyptalandsfræðingi. Við gistum í Kaíró með útsýni yfir Níl ánna, fljúgum svo suður til Aswan þar sem við gistum á elephantin eyjunni á Níl,  og hefjum svo 3 nátta ógleymanlegri siglingu niður Níl ánna, lífæð Egyptalands, á Mövenpick fljótaskipi til Luxor og endum á 3 nátta dvöl við Rauðahafið.

Fararstjóri í ferðinni er Soffía Valdimarsdóttir. Soffía er ein af frábæru og reynslumiklu fararstjórunum okkar til Egyptalands, ásamt Stefaníu og Omari. Soffía brennur fyrir ferðalögum og hefur ferðast víða og er þaulvön skipulagningu og ferðalögum með fjölda hópa innanlands og utan.  Hún er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur búið í Vestmannaeyjum síðustu 12 ár. Soffía kynntist fyrst Egyptalandi í ferð með Kleopatratours og heillaðist það mikið af landi og þjóð að hún tók að sér að vera fararstjóri hópa og leyfa fleirum að upplifa með sér leyndardóma Egyptalands. 

Soffía Valdimarsdóttir, fararstjóri í ferðinni á píramídadag með hópnum okkar

Dagur 1:  9. febrúar – Ferðadagur til Egyptalands

Við fljúgum frá Íslandi kl. 07:30 með Icelandair og millilendum í Berlín. Við fljúgum frá Berlín með Egyptair og lendum í Kaíró kl. 19:55. Rúta bíður okkar á flugvellinum og keyrir okkur á hótelið okkar. Við komuna til Kaíró tékkum við okkur inn á hið glæsilega 5 stjörnu InterContinental Semiramis Cairo Hotel í hjarta Kaíró, við Tahrir torgið og með útsýni á Níl ánna, þar sem við gistum fyrstu 3 næturnar.

Dagur 2: 10. febrúar –Kastalinn í Kaíró og þjóðminjasafn Egyptalands

Í dag byrjum við að kynnast stórborginni Kaíró. Við heimsækjum Salah El Din borgarvirkið í hjarta borgarinnar, og heimsækjum svo hið fræga þjóðminjasafn Egyptalands. Við borðum hádegisverð á milli heimsókna á vinsælum Egypskum veitingastað.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalin)

Dagur 3: 11. febrúar– Píramídarnir, Sfinxinn og Sakkara

Eftir morgunmat er komið að því að skoða það sem flestir hafa beðið eftir, að sjá píramídana og Sfinxinn í Giza. Við heimsækjum einnig Sakkara og minjar hinna fornu Memphis. 

(Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 4: 12. febrúar – Aswan

Eftir morgunverðinn skráum við okkur út af hótelinu og fljúgum niður til suður Egyptalands þar sem við byrjum upplifun okkar af hinu töfrandi Egyptaland hins forna í Aswan.  

Við tékkum okkur inn á 5 stjörnu Movenpick Resort Aswan Hotel á Elefantín eyjunni og gistum næstu tvær næturnar þar. 

Hægt er að njóta glæsilegs kvöldverðarhlaðborðs Mövenpick úti á verönd hótelsins. 

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 5: 13. febrúar – Há stíflan, Philae hofið og hin ókláraða Obelísk

Eftir morgunverð byrjum við daginn á að skoða háu Aswan stífluna, Philae hofið og hina ókláruðu óbelísk. 

Philae hofið
Philae hofið

Frjáls tími restina af deginum.

(Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 6: 14. febrúar – Fljótabátur og frjáls dagur – Val að heimsækja Abu Simbel og Nubian þorp

Frjáls dagur. Eldsnemma morguns er VAL að bæta við heimsókn í Abu Simbel musterið, eitt af frægustu musterum heimsins.

Eftir morgunverð tékkum við okkur inn á fimm stjörnu fljótabátinn okkar. Við byrjum á að koma okkur fyrir í káetunum okkar og borðum svo hádegismat á bátnum. Frjáls tími restin af deginum. 

Restina af deginum er hægt að skoða Aswan,  fara í siglingu á Felucca bát á Nílánni, þar sem farið er í heimsókn í lítið Nubian þorp, eða slaka á í sólinn og njóta útsýnisins.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 7: 15. febrúar- Sigling á Nílarfljótinu

Í dag byrjum við siglinguna á Nílarfljótinu til Luxor. Það er stór upplifun að sigla eftir Níl, lengsta fljóti í Afríku þar sem báðir bakkar fljótsins eru fullir af leyndardómum Egyptalands.

Við njótum siglingarinnar og heimsækum Kom Ombo musterið. 

Eftir hádegisverð heimsækjum við Edfu Musterið á hestvagni. Musterið er risastórt og mikilfenglegt.

Við njótum útsýnisins frá bátnum og slökum á restina af deginum, og borðum svo kvöldmat um borð í bátnum.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 8: 16. febrúar- El Karnak og Luxor musterin

Við höldum siglingunni áfram og siglum til Luxor. Á leiðinni til Luxor siglum við í gegnum Esna skipastigann sem er merkileg upplifun, skipið fer frá suður hliðinni til norðurhliðarinnar með lægra vatnsmagni.

Í dag heimsækum við austurbakka Luxor og  heimsækjum El Karnak musterið, stærsta musteri heimsins. 

Við heimækjum svo hið glæsilega Luxor musteri.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 9: 17. febrúar –  Konungardalur og Hatshepsut Mustri

Við borðum morgunverð snemma og tékkum okkur út af fljótabátnum.

Eftir morgunverð heimækjum við vesturbakka Luxor, meðal annars Konungadalinn í Luxor og musteri Hatshepsut drottningarinnar. 

Hægt er að bæta við að heimækja gröf farósins Tutankhamun. 

Við tékkum okkur inn á Luxor á Sonesta Saint George Luxor hótel og borðum kvöldverð á hótelinu.

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 10: 18. febrúar- Luxor

Í dag eigum við frjálsan dag í Luxor.

Aukaferð er VAL fyrir þau sem vilja eldsnemma, þar sem flogið er í loftbelg yfir konungadalinn við sólarupprás. 

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 11: 19. febrúar- Rauðahafið

Eftir morgunverð á hótelinu keyrum við með rútunni okkar eftir hraðbrautinni í gegnum eyðimörkina til Hurgada.

Við komuna til Hurgada tékkum við okkur inn á 5 stjörnu Jaz Aquamarine Resort, þar sem við dveljum í 3 nætur. Á hótelinu er allt innifalið, bæði matur og allir drykkir. 

Það eru 20 sundlaugar á svæðinu, 3 vatnsrennibrautagarðar og beinn aðgangur að einkaströnd við Rauðahafið.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir (All Inclusive))

Dagur 12 og 13 : 20-21. febrúar – Frjáls tími í Hurgada

Resortið okkar í Hurgada er stórt og flott og margir velja að vera á resortinu og njóta og hvíla sig eftir upplifun daganna á undan. 

Í Hurgada eru allskonar auka ferðir sem hægt er að bæta við fyrir þá sem vilja, þegar komið er á staðinn. Vinsælast hefur tildæmis verið að fara á mótorhjól í Sahara eyðimörkinni, kafbátaferð í Rauðahafinu, snorkling og fleira.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn og drykkir (All Inclusive))

Dagur 14: 22. febrúar – Ferðumst til Kaíró

Morgunverður á Jaz Aquamarine resort, tékkum okkur svo út og fljúgum til Kaíró.

Tékkum okkur inn á flugvallarhótel rétt við flugvöllinn í Kaíró og gistum þar.

Frjáls tími.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 15: 23. febrúar –  Ferðumst heim til Íslands

Tékkum okkur út snemma og fljúgum kl 05:25 aftur heim með Egyptair, við millilendum á leiðinni til Íslands í London Heathrow. Við fljúgum klukkan 12:15 frá London Heathrow með Icelandair og lendum aftur heima á Íslandi kl 15:30 sama dag. 

* Athugið að dagskrá getur tekið breytingum

Innifalið í ferðinni:

  • Flug fram og til baka með Icelandair og Egyptair .
  • Flugvallagjöld og skattar
  • Ferðataska (23 kg) og handfarangur
  • Íslensk fararstjórn
  • Innanlands flug frá Kaíró til Aswan og frá Hurghada til Kaíró
  • Morgunverður alla daga
  • Fullt fæði á fljótaskipi (3 nætur)
  • Fullt fæði í Hurghada og allir drykkir líka innifaldir (3 nætur)
  • Allar rútuferðir í loftkældum rútum
  • Allar rútur eru með wifi og alltaf vatnsflöskur innifaldar í rútunum
  • Hádegisverðir og kvöldverðir samkvæmt ferðalýsingu
  • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
  • Sérfróður innfæddur enskumælandi leiðsögumaður
  • Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfara staða (ekki á Íslandi)
  • Áritun til Egyptalands, á flugvellinum í Kaíró fyrir íslenska ríkisborgara
  • Kynningarfundur með fararstjóra fyrir ferðina

EKKI innifalið:

  • þjórfé
  • Aukaferðir, valkvætt að bæta við: Aðgangur inn í pýramídana og/eða aðgangur að Tutankhamun Tomb í Konungadalnum. Má kaupa það á staðnum.  
  • Hægt að bæta við loftbelg yfir Luxor og ferð til Abu Simbel
  • Aðrar auka ferðir eins og sigling í Núbían þorp

Ferðin kostar : 949.000 kr.á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.

Einstaklingsherbergi kostar 205.000 kr. aukalega.

Staðfestingargjald er 90.000 kr. Hægt er að greiða staðfestingargjaldið hér.

Mikilvægt:

  • Mælt er með að fólk láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá heilsugæslunni og gegnum heilsuveru.
  • Vegabréf þurfa að gilda í 6 mánuði eftir brottfaradag frá Egyptalandi.
  • Lágmarksþáttaka þarf að nást til að ferð sé farin.